25.01.2015 16:50

Þrasi SH 375 Brann i nótt i Ólafsvik

 

     7760 Þrasi SH 375 Mynd © Alfons Finnsson 2013 

Fiski­bát­ur varð eldi að bráð í Ólafs­vík­ur­höfn í nótt.

Greiðlega gekk að slökkva eld­inn en litlu mátti muna að eld­ur­inn bær­ist í bát sem lá við hlið hans að sögn Svans Tóm­as­son­ar, slökkviliðsstjóra Snæ­fells­bæj­ar.

Bát­ur­inn, Þrasi SH, var dreg­inn á land í morg­un og er tal­inn ónýt­ur.

„Ég held að það sé óhætt að full­yrða það. Þetta var ný­leg­ur bát­ur.

Íbúi uppi í bæ sá eld­inn og hringdi á neyðarlín­una og þeir ræstu okk­ur út.

Það munaði voðal­ega litlu að bálið breidd­ist út og færi í bát­inn við hliðina.

Það er eig­in­lega merki­legt að hann skyldi ekki skemm­ast,“ seg­ir hann.

Málið verður í kjöl­farið rann­sakað en ekki ligg­ur fyr­ir á þess­ari stundu hvað olli brun­an­um.

Heimild Mbl.is 

Mynd Alfons Finnsson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is