Lundey Ns 14 á siglingu mynd þorgeir Baldursson
Þessi loðna er á fleygiferð í vestur.
Við erum búnir að elta hana úr Eyjafjarðarál og Skjálfanda,“ sagði Stefán Geir Jónsson, stýrimaður á Lundey NS.
Þeir enduðu austan við Skagagrunn þar sem þeir fylltu skipið af fínni loðnu.
Þar voru nokkur skip að veiðum í gær og önnur voru austur af Gerpi.
Í gærkvöld var Lundey NS á leið til Akraness með um 1.550 tonn. Reiknað var með að hún kæmi til hafnar um miðjan dag í dag.
|