05.02.2015 11:05

Loðnuveiðar á Skjálfanda i dag

Loðnu­flot­inn stefndi all­ur á Öxar­fjörð í gær, frá miðunum aust­ur af land­inu. Þar fundu tvö norsk skip loðnu og voru að kasta á hana.

Fyrstu ís­lensku skip­in voru vænt­an­leg á miðin í gær­kvöldi.

„Við hrökt­umst frá Norður­land­inu út af veðri og höf­um verið að kasta með nót og draga með trolli en lítið er að sjá,“ sagði Kristján Þor­varðar­son, stýri­maður á Ing­unni AK,

í gær­kvöldi. Skipið var þá lagt af stað af miðunum fyr­ir aust­an land og stefn­an tek­in á Öxar­fjörð.

Sömu sögu var að segja af öll­um ís­lensku og norsku loðnu­skip­un­um. Kristján hafði ekki upp­lýs­ing­ar um hversu mikið norsku skip­in hefðu séð. „

Við ætl­um að reyna fyr­ir okk­ur þarna í nótt og á morg­un. Ann­ars spá­ir ekki sér­stak­lega vel.“

         Ingunn Ak 150 á loðnumiðunum Útifyrir norðurlandi  © mynd þorgeir 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is