Loðnuflotinn stefndi allur á Öxarfjörð í gær, frá miðunum austur af landinu. Þar fundu tvö norsk skip loðnu og voru að kasta á hana.
Fyrstu íslensku skipin voru væntanleg á miðin í gærkvöldi.
„Við hröktumst frá Norðurlandinu út af veðri og höfum verið að kasta með nót og draga með trolli en lítið er að sjá,“ sagði Kristján Þorvarðarson, stýrimaður á Ingunni AK,
í gærkvöldi. Skipið var þá lagt af stað af miðunum fyrir austan land og stefnan tekin á Öxarfjörð.
Sömu sögu var að segja af öllum íslensku og norsku loðnuskipunum. Kristján hafði ekki upplýsingar um hversu mikið norsku skipin hefðu séð. „
Við ætlum að reyna fyrir okkur þarna í nótt og á morgun. Annars spáir ekki sérstaklega vel.“
|
Ingunn Ak 150 á loðnumiðunum Útifyrir norðurlandi © mynd þorgeir |