05.02.2015 12:36Þór og Ægir á AkureyriVarðskipið Þór hefur að undanförnu verið við eftirlit með loðnuveiðum í efnahagslögsögu Íslands. Sérstök áhersla er lögð á eftirlit með erlendum skipunm og reynt að komast um borð eftir því sem aðstæður leyfa til að bera saman gögn og gera mælingar á afla. Loðnuveiðarnar þessa vertíðina eru frábrugðnar að því leytinu til að veiðin er mun betri en var á síðustu vertíð, hún er einnig frábrugðin veðurfarslega séð en einmuna ótíð hefur verið á loðnumiðunum frá því þær hófust þetta árið. Veiðisvæðið er einnig óvenjulegt, eða frá Eyjafjarðarál og vestur að Skagafirði. Gárungarnir hafa haft orð á að sennilega er þessi loðna að ferðast vestur með norðurlandinu sem er mjög óvenjulegt. Þessi eftirlitsferð varðskipsins Þórs hefur einkennst að veðurfarinu sem eins og áður segir hefur verið talsvert rysjótt. Ástandið í samskiptum Rússlands og Noregs virðist þess valdandi að flest öll norsku skipin hafa landað aflanum hér á landi, en eins og komið hefur fram þá settu rússnesk stjórnvöld norðmenn á lista ásamt fleiri þjóðum sem ekki fá að selja þeim afurðir. Það bann á ekki við um Ísland. Eftirlit varðskipsmanna í norskum skipum fer fram þegar og ef skipin sigla með aflann frá landinu. Þar sem örfá skip hafa siglt með aflann frá landinu hefur einungis verið farið um borð í tvö norsk skip að þessu sinni en veður hefur einnig spilað þar inn í. Farið var um borð í HARDHAUS (LMBN) og HEROYHAV (LDFB). Eftirlitið gekk vel og ekkert óvænt kom fram. Aðeins þurfti að stugga við þeim varðandi flottroll sem bæði skipin voru með um borð en ekki er leyfilegt að hafa pokann á trollinu og var þeim gert að aðskilja poka frá trolli. Túrinn endaði svo á Akureyri að þessu sinni, þar sem fara fram áhafnaskipti og ný áhöfn siglir frá Akureyri með ný verkefni til að glíma við eftir nokkurra daga inniveru.
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 4356 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1123482 Samtals gestir: 52258 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is