14.05.2015 09:50

Bjarni ólafsson með fullfermi i Jónfrúartúrnum

    Bjarni Ólafsson AK 70 i morgun Mynd Guðlaugur Birgisson  2015

               Bjarni Ólafssson AK 70 mynd Guðlaugur Birgisson 2015

 

Þessa myndir tók Guðlaugur Birgisson i morgun þegar Hinn nýji Bjarni Ólafsson

kom til hafnar i Neskaupstað með fullfermi af kolmunna um 2000 tonn 

Bjarni Ólafsson AK er á landleið úr sinni fyrstu veiðiferð eftir að Runólfur Hallfreðsson ehf.

á Akranesi eignaðist skipið. Aflinn er góður, fullfermi af kolmunna eða um 2000 tonn,

sem fékkst í færeysku lögsögunni. Þegar heimasíðan hafði samband við Gísla Runólfsson skipstjóra

í morgun var skipið á siglingu norður með Færeyjum í blíðuveðri.

„Þessi fyrsti túr gekk frábærlega og reyndar vonum framar,“ sagði Gísli glaður í bragði.

„Skipið er frábært og uppfyllir allar okkar óskir. Ég held að áhöfnin sé alsæl.

Við lentum bæði í brælu og blíðu og það er ljóst að þetta skip er sjóborg.

Við fengum aflann í sex holum sem gáfu á bilinu 200 til 500 tonn og allur búnaður um borð reyndist vel.

Báturinn er dálítið hlaðinn með fullfermi, en það er ekki til skaða.

Væntanlega verðum við í Neskaupstað í fyrramálið ef allt gengur eðlilega.

Við fiskuðum svipað og skip eins og Börkur og Beitir og ég er sáttur þegar við fáum álíka afla og norðfirsku snillingarnir,“

sagði Gísli að lokum og hló dátt.

Heimild Heimasiða Svn 

mynd Guðlaugur Birgisson 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1122
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1062396
Samtals gestir: 50972
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 07:24:22
www.mbl.is