Íslenski frystitogarin Ísbjörn ÍS 304 hefur verið leigður sem fljótandi frystihús til Grænlands. Togarinn er í eigi útgerðarfélagsins Birnir og hefur stundað rækjuveiðar fyrir Kampa á Ísafirði. Þetta kemur fram í Grænlenska netmiðlinum sermitsiaq.ag
Við þetta skapast 53 ný störf í fiskvinnslu en það er sjávarútvegsfyrirtækið Suluk Fish Greenland, sem leigir skipið og verður það staðsett norður af Upernavik. Fryst verður grálúða um borð í togaranum og verður allur fiskurinn að undanskildu slógi nýttur, samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra Suluk Fish, Daniel Skifte.
Ísbjörninn er kominn til Grænlands og hefst löndum um borð í hann fljótlega. Hann mun svo færa sig til eftir því verða grálúðan veiðist. Nú er skipið við Tasiusaq vegna þess að enn er hafís við Nuussuaq og Kullorsuaq. Móttaka á lúðu hefst um leið og ísinn hopar.
Leyfi til leigu á frystiskipi fylgir að vinnsla verði í landi. Netmiðillinn segir að þó ólíklegt sé að vinnsla verði sett í gang í Upernavik, þar sem þar er bæði skortur á góðu vatni og rafmagni. Skifte segir að þessar aðstæður leiði til þess að vinnsluskip verði notað til vinnslu á fiskinum. 53 ársverk verða við vinnsluna um borð og verður þar unnið á vöktum.
Haus, Japansskorin lúða og sporðar verða unnir um borð. Heimild www.kvotinn.is
![]() |
||||
Mynd Skipaþjónusta Islands 2015
|