06.01.2016 12:56

Frystigeymslur Sildarvinnslunnar tóku á móti 55 þúsund tonnum af frystum afurðum árið 2015

                     Löndun úr Hákon EA 148 mynd þorgeir Baldursson 

        Landað úr Beitir NK 123  Mynd þorgeir Baldursson 

Frosnum afurðum skipað út í tvö skip samtímis í Norðfjarðarhöfn Ljósm. Hákon Ernuson

Á árinu 2015 tóku frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á móti tæplega 55 þúsund tonnum af frystum afurðum.

Um 22.300 tonn komu frá vinnsluskipum en um 32. 300 tonn komu frá fiskiðjuverinu.

skip lönduðu frosnum afurðum í frystigeymslurnar á árinu:

 

Vilhelm Þorsteinsson EA

3.302 tonn

Kristina EA

7.580 tonn

Hákon EA

7.579 tonn

Barði NK

2.983 tonn

Blængur NK

166 tonn

Polar Amaroq

653 tonn

                                                

Tæplega 65 þúsund tonnum af afurðum sem geymdar voru í frystigeymslunum var skipað út á árinu.

Þar af fóru 49.899 tonn beint í skip í Norðfjarðarhöfn en 14. 856 tonn voru flutt í gámum eða með bílum til útskipunar í öðrum höfnum.

Þannig hafa flutningabílar farið rúmlega 600 ferðir yfir Oddsskarð hlaðnir afurðum úr frystigeymslunum.

frett af heimasiðu Svn 

myndir Þorgeir Baldursson 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is