Uppsávarveiði skip Eskju Jón Kjartansson su 111 er á landleið með fyrsta kolmunnafarminn sem að
veiðist á þessari vertið eftirfarandi skrifuðu áhafnarmeðlimir á FB siðu skipsins um miðjan dag i dag
Skömmu eftir hádegi lögðum við af stað heimleiðis með 2200 tonn af kolmunna.
Verðum heima seinnipart á morgun. Erum núna staddir 55 sml suður úr Akrabergi sem er syðsti oddi Færeyja.
Ekki hægt að segja annað en brælur hafi gert okkur lífið leitt í þessari veiðiferð,
fóru einu sinni í land í Fuglafirði vegna brælu og lágum svo í seinni brælunni í vari við Suðurey.
Aflabrögð voru þokkaleg mikið um 300-400 tonn togi. Veður er ágætt núna og verður gott á heimleiðinni.
Svo bara að vona að við vinnum Norðmenn í handboltanum í dag. Áfram Ísland !!!
|
Jón Kjartansson Su 111 á landleið með góðan afla Mynd þorgeir |