05.02.2016 19:01Myndaveisla frá Neskaupstað siðustu dagaStórvinur minn Sigurjón Mikael Jónuson hefur verið duglegur að senda mér myndir og fréttir
af löndunum og fleiru úr sinum heima bæ og hérna koma nokkrar sem að voru teknar siðustu daga
Norska loðnuskipið Ligrunn kom til Neskaupstaðar í hádeginu í dag með 180 tonn af loðnu. Aflinn fékkst í nótt norður af Grímsey.
Þetta er fyrsta loðnan sem borist hefur til vinnslu í Neskaupstað á vertíðinni en hún verður fryst í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.
Heimasíðan ræddi við Jón Gunnar Sigurjónsson, yfirverkstjóra í fiskiðjuverinu, í morgun og sagði hann að starfsfólkið væri í startholunum og tilbúið að hefja framleiðslu.
"Þetta er vissulega lítið magn en það er kærkomið því nú gefst okkur tækifæri til að prófa nýtt frystikerfi sem verið er að taka í notkun," sagði Jón Gunnar.
Áfram gengur vel að veiða og vinna loðnu hjá vinnsluskipunum Vilhelm Þorsteinssyni EA og Polar Amaroq og koma þau til löndunar í Neskaupstað á fjögurra til fimm daga fresti.
Þrjú norsk loðnuskip komu með afla til Neskaupstaðar í nótt og verður afli þeirra unnin í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.
Manon kom með 320 tonn og Birkeland og Torbas með 500 tonn hvor. Vinnsla á loðnu hófst í fiskiðjuverinu í gær og segir Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri
að um sé að ræða stóra og fallega loðnu sem henti vel til frystingar. Segir hann að hrognafyllingin sé um 10%.
Aflann fengu norsku skipin út af Austfjörðum og segja skipstjórar þeirra að loðnu sé víða að sjá í töluverðum mæli.
Gallinn sé hins vegar sá að hún hafi staðið djúpt þannig að þeir hafi átt í erfiðleikum með að ná henni í nótina. Í gær gekk nótaveiðin þó betur en áður og fengust þá allt upp í 700 tonna köst.
Ligrunn Vilhelm Þorsteinsson Ea og Hákon EA mynd Sigurjón Mikael Jónuson 2016
Torbas SF41 biður Löndunnar mynd Sigurjón M jónuson 2016
Torbas Birkiland og Vilhelm Þorsteinsson EA mynd Sigurjón M jónuson 2016
Manon i löndun og Birkeland klár að taka við Slöngunni Vilhelm að landa mynd Sigurjón M Jonuson 2016
Mikið um að vera hjá sildarvinnslunni mynd Sigurjon M Jónuson 2016 Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 475 Gestir í dag: 19 Flettingar í gær: 7947 Gestir í gær: 157 Samtals flettingar: 1093323 Samtals gestir: 51798 Tölur uppfærðar: 3.1.2025 04:25:28 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is