01.05.2016 20:44Isleifur 11 Visað til hafnar á Seyðisfirði
Landhelgisgæslan setti af stað umfangsmikla leit í gærkvöld, föstudag vegna fiskiskips sem hvarf úr ferilvöktunarkerfi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði fylgst með skipinu en um kl.19.30 hvarf fiskiskipið úr ferilvöktunarkerfi djúpt austur af landinu. Fjórir menn voru skráðir í áhöfn skipsins sem virtist vera á leið til Noregs. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar reyndi ítrekað að ná í skipið í gegnum fjarskipti og gervihnattasíma en án árangurs. Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF var því send austur til að leita að skipinu. Þá var varðskipið Týr sem statt er á austfjörðum sett í viðbragðsstöðu. Um klukkan eitt í nótt fann áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar skipið um 140 sjómílur austnorðaustur af Dalatanga. Skipið var þá á siglingu til Noregs að sögn skipstjóra og amaði ekkert að áhöfninni. Skipið virðist hins vegar ekki vera útbúið í samræmi við kröfur til skipa sem sigla yfir hafið og gat þess vegna ekki tilkynnt um ferðir sínar í samræmi við lög. Þá virtist skipið ekki mannað í samræmi við lög og reglugerðir. Í ljósi alvarleika málsins vísaði Landhelgisgæslan skipinu til Seyðisfjarðar þar sem mál þess verður rannsakað frekar. Landhelgisgæslan lítur þau mál mjög alvarlegum augum þegar um möguleg brot á reglum um vöktun og öryggismál er að ræða. Frétt LHG um málið
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1600 Gestir í dag: 49 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1061016 Samtals gestir: 50952 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 18:22:02 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is