01.05.2016 20:44

Isleifur 11 Visað til hafnar á Seyðisfirði

Isleifur 11 Ve 336 sem að Landhelgisgæslan visaði til hafnar Mynd Ólafur Guðnasson

 

Landhelgisgæslan setti af stað umfangsmikla leit í gærkvöld, föstudag vegna fiskiskips sem hvarf úr ferilvöktunarkerfi.  

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði fylgst með skipinu en um kl.19.30 hvarf fiskiskipið úr ferilvöktunarkerfi djúpt austur af landinu.

Fjórir menn voru skráðir í áhöfn skipsins sem virtist vera á leið til Noregs.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar reyndi ítrekað að ná í skipið í gegnum fjarskipti og gervihnattasíma en án árangurs.

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF var því send austur til að leita að skipinu. Þá var varðskipið Týr sem statt er á austfjörðum sett í viðbragðsstöðu.

Um klukkan eitt í nótt fann áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar skipið um 140 sjómílur austnorðaustur af Dalatanga.

Skipið var þá á siglingu til Noregs að sögn skipstjóra og amaði ekkert að áhöfninni.

Skipið virðist hins vegar ekki vera útbúið í samræmi við kröfur til skipa sem sigla yfir hafið og gat þess vegna ekki tilkynnt um ferðir sínar í samræmi við lög.

Þá virtist skipið ekki mannað í samræmi við lög og reglugerðir.

Í ljósi alvarleika málsins vísaði Landhelgisgæslan skipinu til Seyðisfjarðar þar sem mál þess verður rannsakað frekar. 

Landhelgisgæslan lítur þau mál  mjög alvarlegum augum þegar um möguleg brot á reglum um vöktun og öryggismál er að ræða. 

Frétt LHG um málið 

                     Isleifur 11 Ve 336 mynd Ólafur Guðnasson 2016

           Isleifur 11Ve 336 kemur til Seyðisfjarðar mynd Ólafur Guðnasson 2016
 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1600
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1061016
Samtals gestir: 50952
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 18:22:02
www.mbl.is