05.07.2016 14:33

Komið til Klakksvikur Korter fyrir leik

     Áhöfnin á Húna 11 EA 740 Skömmu fyrir Brottför Mynd þorgeir Baldursson 

       Skipstjórinn Viðir Benidiktsson i Brúnni Mynd þorgeir Baldursson 

     Lagt af stað til Færeyja á Strandmenningarhátið mynd Þorgeir Baldursson 

Heimild Morgunblaðið 

Myndir Þorgeir Baldursson

Norrænni Strandmenningu hampað i Færeyjum 

Áhöfnin á Húna II er nú stödd í Færeyjum, þar sem norrænir strandmenningardagar verða haldnir í vikunni.

Ákvað áhöfnin að koma til hafnar fyrr en áætlað var svo hægt væri að horfa á leikinn mikilvæga við Frakka

og munaði litlu að áhöfnin næði upphafssparkinu.

„Við komum til Klakksvíkur kortéri fyrir leik og var boðið í heimahús hjá vini til að horfa á leikinn,“ segir Þorsteinn Pétursson,

betur þekktur sem Steini Pje, en hann er varaformaður Hollvinasamtaka Húna II.

Steini segir að Færeyingarnir hafi allir verið á bandi Íslands.

„Það er gaman að koma hingað til Færeyja, þeir eiga svo mikil tengsl við Ísland, og greinilega mikill hlýhugur gagnvart Íslendingum.

“ Hann bætir við að við sem þjóð getum staðið stolt upp frá leiknum þó að úrslitin hafi ekki verið okkur hliðholl.

„Auk þess sem við áttum inni eitt víti!“ segir Steini og hlær.

Þéttskipuð dagskrá

Dagskráin hjá Húna II er þétt skipuð næstu daga, en áhöfnin stóð í gærkvöldi fyrir kaffisamsæti í Klakksvík,

þar sem á boðstólum var íslenska mjólkurkexið, kleinur og annar þjóðlegur matur.

Með í för eru þau Þorvaldur Skaftason og Erna Sigurbjörnsdóttir, en þau forðuðu Húna á sínum tíma frá því að enda á áramótabrennu.

Þau munu syngja og spila íslensk sjómannalög og segir Steini að þeir sem geti muni taka undir, og kannski líka hinir.

„Það yrði lítill söngur í skóginum ef bara bestu þrestirnir myndu syngja!“

Í dag verður svo lagt af stað til Fuglafjarðar, þar sem aftur verður slegið upp í veislu áður en lagt er af stað til Þórshafnar,

en þar verður efnt til hópsiglingar með Færeyingum og öðrum Norðurlandaþjóðum.

Hin eiginlega strandmenningarhátíð hefst síðan á föstudaginn í Vogum.

Norræna strandmenningarhátíðin er árviss viðburður, sem haldinn var í fyrsta sinn í Húsavík árið 2011,

en Norðurlandaþjóðirnar skiptast á að halda hana. Þetta er í annað sinn sem Húni II tekur þátt í hátíðinni,

en báturinn sigldi til Óslóar fyrir tveimur árum og tók þátt í hátíðinni þar.

Mættum horfa til Færeyja

„Þarna hittist áhugafólk um strandmenningu, skip og báta og siglingar,“ segir Steini,

en Íslenska vitafélagið hefur haft veg og vanda af þátttöku Íslands í hátíðunum. „Þarna verður fólk að kynna breiðfirska menningu,

meðal annars bátasmiður frá Breiðafirði, og ýmislegt fleira verður um að vera,“ segir Steini, sem á von á því að hátíðin verði vel sótt.

„Það er mikill áhugi á öllu svona í Færeyjum, þeir lifa mikið í gegnum þessa strand- og bátamenningu

og við mættum horfa til þess hvernig þeir viðhalda stoltir sögunni og menningunni,“ segir Steini að lokum.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 5636
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1124762
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 09:03:19
www.mbl.is