28.07.2016 16:57

Makrillinn kominn uppað suðaustur ströndinni

28.07.2016

ÁGÆT MAKRÍLVEIÐI Í SKEIÐARÁR- OG HORNAFJARÐARDJÚPI

Víkingur AK.

Víkingur AK kom til hafnar á Vopnafirði laust fyrir hádegi í dag með tæplega 800 tonn af makríl. Fyrir var í höfninni Venus NS en reiknað var með því að löndun úr skipinu lyki nú síðdegis. Það verður því nóg að gera í uppsjávarvinnslunni á Vopnafirði um verslunarmannahelgina.

,,Þetta var að mörgu leyti fínn túr. Við fengum strax mjög góðan afla í Skeiðarárdjúpinu og aftur gott hol síðdegis daginn eftir. Það var hins vegar lítið að hafa á Síðugrunni og við enduðum því í Hornafjarðardjúpi. Þar fékkst fínasti afli,“ segir Hjalti Einarsson skipstjóri á Víkingi. Hann segir að lítið hafi verið um skip á makrílveiðum og áhöfnin á Vikingi hafi aðeins orðið vör við Bjarna Ólafsson AK og Hákon EA sem hafi staldrað stutt við.

,,Ég á ekki von á því að það verði mörg skip á veiðum næstu tvo til þrjá dagana vegna verslunarmannahelgarinnar en það ætti að fjölga á miðunum frá og með sunnudeginum.“

Að sögn Hjalta eru menn aldrei alveg óhultir fyrir síld sem aukaafla á makrílveiðunum en með því að halda sig djúpt þá sé dregið úr þeirri hættu að síld slæðist með makrílnum.

,,Makríllinn sjálfur er komin í góð hold og samkvæmt prufum er uppistaða aflans hjá okkur 400 til 420 gramma fiskur. Við erum búnir að fara sjö veiðiferðir á makríl nú í sumar og vonandi dugar kvótinn okkur út september,“ segir Hjalti Einarsson.

Frétt af heimasiðu Hb granda 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4129
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 995550
Samtals gestir: 48569
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 14:28:44
www.mbl.is