31.08.2016 20:11Frá Öngli til Maga Húni 2 EA 740Nemendur í 6. bekk grunnskólanna í Eyjafirði, alls yfir 300 krakkar fara nú á haustdögum í siglingu um fjörðinn á bátnum Húna II EA-740. Það eru Hollvinir Húna II sem standa að ferðunum í samstarfi við Hásskólann á Akureyri (HA), Samherja og Skóladeild Akureyrarbæjar. Í gær voru farnar tvær ferðir með 42 nemendur úr 6. bekk Lundarskóla. Heppnuðust þær mjög vel en verkefnið tekur um þrjár vikur. Komu krakkarnir himinsælir í land en aflinn er flakaður um borð og grillaður fyrir nemendur og þá kennara sem fljóta með. Í ferðunum fá nemendur að kynnast sjávarútveginum og fræðast um lífríkið í sjónum, ásamt sögufræðslu um bátinn og ströndina. Nemendur og kennarar í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri miðla til þeirra fræðslu um lífríki sjávar, sérkenni Eyjafjarðar og sýna þeim varðveittar sjávarlífverur. Teksti Af mbl.is Allar myndir Þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2122 Gestir í dag: 8 Flettingar í gær: 508 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 1426819 Samtals gestir: 58045 Tölur uppfærðar: 25.4.2025 07:47:29 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is