Grænlenski frystitogarinn Ilivileq kom til hafnar á Akureyri í gær- morgun með alls um 800 tonn af heilfrystri síld.
Togarinn er í eigu Arctic Prime sem er dótturfélag Brims hf.
Veiðin tók skamman tíma og var að sögn skipverja þokkaleg,
en að- eins eru tæpar tvær vikur síðan skipið landaði rétt tæplega þúsund tonnum af síld eftir stuttan tíma úti á miðunum.
Skipstjórinn er Þorvaldur Svavarsson og í áhöfn eru 28 menn.
Skipið hét áður Skálaberg RE 7 og var smíðað í Noregi árið 2003 fyrir færeyska útgerð.
Útgerðarstjórinn Guðmundur Gunnar Símonarson
segir að auk síldar veiði togarinn einnig þorsk, grálúðu, karfa og makríl. Á Græn- landsmiðum sé þó veiðin ekki jafn- einföld.
„Þeir skipta þessu upp í veiði- svæði. Við megum veiða á fjórum svæðum og þeir deila kvótanum okkar á þau svæði.
Þannig að þetta er ekki alveg eins og heima, þar sem þú færð þúsund tonna kvóta af þorski og mátt veiða hann hvar sem er.
Heimild Morgunblaðið “ sh@mbl.is
Myndir Þorgeir Baldursson
|
Góð sildveiði i Grænlensku lögsögunni Mynd þorgeir Baldursson
|
Landað úr Ilivileq á Akureyri i Gærmorgun mynd þorgeir Baldursson
|
Ilivileq GR-2-201 við bryggju á Akureyri mynd þorgeir Baldursson
|
Skipstjórinn Þorvaldur Svavarsson i brúnni mynd þorgeir Baldursson |
|
|
|