Bátasmiðjan Seigla ehf. á Akureyri hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta.
Fyrirtækið var stofnað árið 1991 en er nú rekið á annarri kennitölu í eigu stofnanda Seiglu.
Skuldir þess námu um 450 milljónum króna í árslok 2014.
Stofnandinn og eigandi bátasmiðjunnar, Sverrir Bergsson, segir fall norsku krónunnar og kröfur Samgöngustofu
um breytingar á plastbátum fyrirtækisins hafa leitt til gjaldþrotsins.
„Á miðju ári 2013 var norska krónan 23 íslenskar. Í dag er hún rétt rúmlega um þrettán krónur.
Þessi þróun hafði gríðarleg áhrif og hér verða þau verkefni sem eftir eru kláruð
en menn eru að meta hvort hægt sé að standa í þessu,“ segir Sverrir í samtali við DV.
Heimild DV
Myndir Þorgeir Baldursson
|
Oyliner N-65-B skráður i Bodo mynd þorgeir Baldursson
|
Sverrir Bergsson við plastbát i smiðum mynd þorgeir Baldursson
|
Franskur túnfiskveiði bátur Ru 932 399 Mynd Þorgeir Baldursson
|
2833 Maró Sk 33 Mynd þorgeir Baldursson |
|
|
|