26.12.2016 10:11

Sandfell SU 75 mokfiskar á linuna

 

Sand­fell SU-75 landaði í gær á Stöðvarf­irði afla sem ýtti afla­verðmæti skips­ins fyr­ir und­an­gengna tíu mánuði yfir hálfs millj­arðs markið.

Loðnu­vinnsl­an hef­ur gert út bát­inn í 10 mánuði og með lönd­un­inni í gær fór afla­verðmæti skips­ins fyr­ir þetta tíma­bil yfir 500 millj­ón­ir króna.

Þá dug­ar ekki annað en að splæsa í köku, enda feikna­fiskerí að baki sem aug­ljós­lega kall­ar á að menn geri sér dagamun.

 

Gott skip og frá­bær áhöfn

„Þetta er ótrú­lega gott skip og hef­ur reynst okk­ur feikna­vel síðan það fór í sína fyrstu veiðiferð und­ir okk­ar fána í byrj­un fe­brú­ar á þessu ári. Það fisk­ar vel og það er alltaf jafn gang­ur í veiðinni, svo við gæt­um ekki verið sátt­ari við stöðu mála. Áhöfn­in á skip­inu er al­ger­lega frá­bær og þeir eiga mikið hrós skilið fyr­ir þá vinnu sem þeir hafa lagt í til að ná þess­um áfanga. Þetta eru hreint frá­bær­ir karl­ar,“ sagði Friðrik Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar í sam­tali við 200 míl­ur.

Á Sand­fell­inu eru átta karl­ar, en ein­ung­is fjór­ir menn á í einu. Svo róa menn í tvær vik­ur í senn og skipta með sér verk­um, og það fyr­ir­komu­lag hef­ur aug­ljós­lega reynst vel.

Afl­inn er um 1900 tonn á þessu tíma­bili.

Frétt: Mbl.is

 

   Sandfell Dregur linuna mynd þorgeir

 

Sandfell SU 75 mynd þorgeir 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1337
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 3759
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 1330578
Samtals gestir: 56647
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 04:36:44
www.mbl.is