05.01.2017 21:58Róður með Gullhólma SH 201Viðtal Við Sigga skipstjóra i Jólablaði fiskifretta GUGU@fiskifrettir.is Myndir Þorgeir Baldursson Það hefur verið fín línuveiði hjá Gullhólma SH það sem af er þessu fiskveiðiári. Báturinn er gerður út af Agustsson ehf. á Stykkishólmi en hefur verið við veiðar allt frá því í ágúst fyrir norðan land. Rætt var við Sigurð A. Þórarinsson skipstjóra um aflabrögðin og reynsluna af nýjum Gullhólma og Þorgeir Baldursson fór í róður og skráði túrinn í myndum. Gullhólmi SH 201 leysti samnefndan línubát Agustsson ehf. af hólmi í október 2015. Gamli Gullhólmi var of stór miðað við þær heimildir sem útgerðin hafði. Með því skipta úr aflamarki í krókaaflamark náði fyrirtækið að auka við sig heimildir vegna verðmismunar milli kerfanna. Auk þess er reksturinn á nýjum Gullhólma umtalsvert hagkvæmari en á þeim eldri. Gamli Gullhólmi var seldur GPG á Húsavík og heitir núna Hörður Björnsson ÞH og er gerður út á línu frá Raufarhöfn. 1100 tonn á fyrsta árinu Báturinn er um 30 brúttótonn að stærð og er smíðaður inn í krókaaflamarkskerfið. Alveg frá því hann var tekinn í notkun hefur hann fiskað með miklum ágætum. Allt fiskveiðiárið skilaði hann um 1.100 tonnum af slægðu í land, sem er um 1.310 af fisk upp úr sjó. Það sem af er hefur Gullhólmi þegar fengið um 400 tonn af slægðu þannig að gangurinn hefur verið góður þessa fyrstu þrjá mánuði fiskveiðiársins. Allur þorskurinn fer til saltfiskvinnslu hjá Agustsson ehf. á Stykkishólmi en aðrar tegundir fara á fiskmarkað. ódrjúgur Nóvember Sigurður skipstjóri sagði að þó hefði heldur dregið úr veiðinni eftir sjómannaverkfallið en um leið bærust fregnir af því að aflabrögð hefðu glæðst fyrir austan land. Til stóð að halda suður á bóginn fyrir jól og reyna fyrir sér í Breiðafirðinum og búa sig svo undir hávetrarvertíð í Faxaflóanum. "Það var allt í lagi með þennan túr núna. Við vorum með einhver 7 tonn af slægðu. Við lögðum bara eina lögn núna, um 19.000 króka því það var farið að kula. Við vorum hérna úti af Siglufirði og höfum verið í allt haust hérna í Skagafjarðardýpinu, eða alveg frá því í águst. Þetta er búið að vera fín veiði í allt haust en þó aðeins tregara núna eftir sjómannaverkfall. Við lentum líka í smábilun og þurftum að fara í slipp í smátíma. Svo var líka bræla strax eftir verkfallið í fjóra eða fimm daga. Nóvembermánuðurinn varð því dálítið ódrjúgur," segir Sigurður. Lygilega gott sjóskip Hann segir fiskinn mun blandaðri núna en í fyrra. Mun meira er núna af litlum fiski sem bendi til þess að nýir árgangar séu að skila sér á veiðislóð. Það sé bara hughreystandi að sjá líka minni fiskinn. Sigurður var stýrimaður á gamla Gullhólma og hefur nú verið skipstjóri á nýja bátnum í um fjórtán mánuði. Hann segir mjög góða reynslu af bátnum og allt gengið samkvæmt áætlun. Ekki sé samt sótt alveg jafndjúpt og stímið sé yfirleitt um 4-5 tímar frá Siglufirði. "Gullhólmi er lygilega gott sjóskip sem kom eiginlega á óvart því hann er svo hár í sjónum. Hann fer vel með okkur og við höldum bara til í bátnum sem er okkar annað heimili." Sigurður A Þórarinson Skipst i Brúnni á Gullhólma SH 201 Baujunni og belg kastað Stigur og Guðmundur og svo er birjað að leggja Marinó Eyþórsson Matsveinn matarbeitningavélina á sild og smokkfiski Vel raðað i Beitningavélina mynd þorgeir Baldursson Steinar Ragnarsson Yfirvélstjóri Gerir linuna klára fyrir lögnina Linan rennur út mynd þorgeir Baldursson Steinar tekur baujuna ásamt Marinó mynd þorgeir Baldursson Fallegur fiskur á krókana hjá steinari mynd þorgeir Baldursson Stigur Reynisson Stýrimaður slægir þann Gula mynd þorgeir Baldursson Guðmundur Sölvasson Vélavörður liftir einum vænum Þorski mynd þorgeir Baldursson Siggi skipstjóri gerir sig kláran með Gogginn mynd þorgeir Baldursson Siggi skipst með einn vænann mynd þorgeir Baldursson Vel vænn Þorskur i hendi Sigurðar Skipstjóra mynd þorgeir Baldursson Aflinn eftir daginn eitthvað á milli 6-7 tonn mynd þorgeir Baldursson Komið i land Guðmundur Gauti Sveinsson og Stigur Reynisson mynd þorgeir Baldursson Birjarð að landa uppistaðan i túrnum var Þorskur mynd þorgeir Baldursson Löndun i fullum gangi á Siglufirði mynd þorgeir Baldursson Marinó Eyþórsson tekur á móti kari á bryggjunni mynd Þorgeir Baldursson Aflanum sturtað i kerin og siðan er isað yfir mynd þorgeir Baldursson Guðmundur Gauti Sveinsson starfsmaður Fiskmarkaðarins sá um að koma fiskinum i kerin Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 3981 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1123107 Samtals gestir: 52258 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:21:18 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is