11.01.2017 16:14

Sónar Merike og Eldborg

                            Sónar EK mynd Canadiska Strandgæslan 2008

                Merike EK Mynd Canadiska Strandgæslan 2008

Eistneski togarinn Merike sökk fjörutíu til fimmtíu mílum suðaustur af Hjörleifshöfða í gær.

Danskur dráttarbátur var þá með hann í togi en hann var á leið frá Hafnarfirði til Danmerkur,

þar sem togarinn hafði verið seldur í brotajárn. Togarinn hafði staðið ónotaður um nokkurra ára skeið.

Hvasst var á þessum slóðum þegar skipið sökk og er það talið hafa valdið því að togarinn tók að halla.

Um tuttugu mínútur liðu svo áður en hann var sokkinn.

Engin olía var um borð í skipinu og ekki eru fiskimið þarna,

þannig að ekki er talið að umhverfisáhrif verði af því að skipið fór niður. Af Ruv.is 19/2 -2011

                Sónar i Slipp i hafnarfirði  Mynd Hjörtur Gislasson 

 

Togarinn Sonar hefur verið tekinn upp í flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar

eftir um sjö ára samfellda legu við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.

Að sögn Magnúsar Þórissonar, hafnarvarðar, voru menn orðnir hræddir um að botnlokar gæfu sig og skipið sykki í höfninni.

Mikill gróður var kominn á botn skipsins og var byrjað að hreinsa hann og botnlokar verða væntanlega soðnir fastir.

Skipið, sem er í eigu Reyktal, verður svo í framhaldinu dregið út í brotajárn.

Magnús sagði að hafnaryfirvöld hefðu þrýst á þessar aðgerðir, því það væri lítið varið í að fá skipið á botninn í höfninni.

Það gæti reynst erfitt að ná slíku flykki upp. www.kvotinn.is 

 

                        Eldborg EK mynd Canadiska Strandgæslan 

 

og við þetta má bæta að Eldborg sem að liggur i Hafnarfjarðarhöfn er lika i eigu Reyktal en vanda málið er það 

að i skipinu er svo mikið af aspesti sem að er mjög heilsuspillandi að erfitt hefur reynst að selja skipið 

i brotajárn og eftir þvi sem að ég best veit  hafa verið notaðir varahlutir i Kleifarbergið RE að minnsta kosti 

vélapartar og kanski eitthvað fleira 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is