12.01.2017 19:49

2912 Oddur i Nesi SI 75

úr Nýjustu Fiskifrettum sem að komu út i DAG 

Kjartan Stefánsson 

kjartan@fiskifrettir.is

Myndir Þorgeir Baldursson 

thorgeirbald@simnet.is

Nýr og glæsilegur Oddur á Nesi

 

       2912 Oddur á Nesi á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

Nýr og glæsilegur smábátur bætist senn í flotann í Fjallabyggð. Hann verður gerður út á leigukvóta og róið með landbeitta línu.

Útgerðarfélagið BG Nes á Siglufirði fær á næstu dögum afhentan nýsmíðaðan krókaaflamarksbát.

Báturinn er skráður rétt innan við 12 metra að lengd og er 29,5 brúttótonn.

Hann hefur fengið nafnið Oddur á Nesi SI og kemur í staðinn fyrir samnefndan bát sem seldur hefur verið til Grindavíkur

og heitir nú Daðey GK. BG Nes gerir einnig út krókaaflamarksbátinn Jón á Nesi ÓF.

Nýi báturinn verður stærsti báturinn á landinu sem er í 12 metra kerfinu,

         Freyr Steinar Gunnlaugsson skipst mynd þorgeir Baldursson  

 

að því er Freyr Steinar Gunnlaugson, útgerðarmaður og skipstjóri bátsins, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Freyr sagði að þar sem báturinn væri innan við 12 metra og vélin væri ekki stærri en 221 kílówött þyrfti hann ekki stýrimann eða vélarvörð um borð.

Tveir verða í áhöfn en rúm er fyrir fleiri enda eru í bátnum tveir tveggja manna klefar. 

       Svefnpláss er fyrir 4 i 2 klefum  mynd þorgeir Baldursson 

Lestin er stór og rúmar 29 stykki af 660 lítra körum í botninn. Þau taka um 15 tonn af fiski.

Hægt verður einnig að vera með 58 stykki 440 lítra kör, það komast tvö markaðskör í hæðina.

Alls gæti báturinn ef því er að skipta borið hátt í 30 tonn í lest.  

       Millidekkið er stórt og nóg pláss fyrir Balana mynd þorgeir Baldursson 

Oddur á Nesi mun róa með landbeitta línu og tekur allt að 100 bala.

Freyr sagði að þeir hefðu reyndar sett 100 bala í gamla Odd á Nesi en vanalega reru þeir með 36 bala.

Hann gerði ráð fyrir því að róið yrði að jafnaði með 48 bala á nýja bátnum.  

Freyr hóf útgerð árið 2006 þá aðeins 22 ára að aldri með því að kaupa 7 tonna krókaaflamarksbát og kvóta.

Hann skýrði bátinn í höfuðið á Oddi Jónssyni afa sínum sem þá var nýlátinn.

Oddur var ættaður frá Siglunesi og gekk jafnan undir nafninu Oddur á Nesi. 

Freyr lét smíða fyrir sig nýjan 15 brúttótonna bát hjá Siglufjarðar Seig árið 2010.

Það er báturinn sem hann seldi nú ásamt 180 þorskígildistonna kvóta.

„Ég seldi kvótann með til þess að fjármagna kaupin á nýja bátnum.

Það er mikill ávinningur að vera á stærri báti. Ég get þá tekið stærri róðra og verið að í verri veðrum.

Þegar veður eru slæm er jafnan hærra verð á fiskmörkuðum vegna minna framboðs,“ sagði Freyr. 

Freyr var spurður hvort ekki væri mikil áhætta fólgin í því að treysta á leigukvóta sem oft væri seldur á uppsprengdu verði.

„Jú, en það eru þó skiptar skoðanir á því. Reyndar hefur verð á kvóta lækkað síðan ég seldi gamla bátinn.

Menn hafa verið að kaupa kvóta fyrir lánsfé með miklum fjármagnskostnaði.

Ég sé ekki mikinn mun á því hvort ég greiði bankanum háa vexti af kvótalánum eða leigi kvóta af einhverjum úti í bæ.

      Linuafdragari og spil ásamt Blóðgunnarkar mynd Þorgeir Baldursson 

Ég hef líka línuívilnun upp á að hlaupa og þess vegna er ég með landbeitta línu,“ sagði Freyr. 

Freyr gat þess að nýi báturinn væri einnig útbúinn til handfæraveiða. Hann hefði hug á því að fara á Hornbankann í ágúst í sumar.

Á þeim tíma er oft ævintýraleg veiði hjá færabátum og hafa þeir fengið fullfermi þar á skömmum tíma. 

Þegar rætt var við Frey í síðustu viku var hann á sjó á Jóni á Nesi ÓF enda var gott verð á mörkuðum fyrir þorskinn.

Jón á Nesi er einnig gerður út hluta úr ári á línu og báturinn fer á grásleppu á vorin.

Jafnframt er mögulegt að senda Jón á Nesi á handfæraveiðar á makríl. Verkefnin eru þannig næg hjá útgerðinni BG Nes.

                              Borðsalurinn mynd þorgeir Baldursson 

             Eldhús og Stakkageymsla mynd þorgeir Baldursson  

                Skipstjórastóllinn Mynd þorgeir Baldursson 

        Freyr fyrir framan bátinn fyrir prufusiglingu mynd þorgeir Baldursson 

 

Tæknilýsing á Oddi á Nesi

Skráð lengd á nýja Oddi á Nesi SI er 11,9 metrar og breiddin er 5,59 metrar. Mesta lengd er 13,56 metrar.

             úr Vélarrúminu á Oddi á Nesi Si 75 mynd þorgeir Baldursson 

Vélin er Scania DI-13 300hp.

Búnaður í brú er meðal annars ES-70 með hliðarbotnstykkjum, dýptarmælir frá Simberg og straummælir frá Sónar.

 

Önnur siglingatæki eru frá Pronav í Noregi, svo sem fjölnota tæki með plotter og radar, talstöðvar, A-class AIS tæki, myndavélakerfi o.fl.

Línuspil, blóðgunarkar, línurenna, balahringur, lestarrennur og stútur fyrir lest koma frá Beiti.

Háþrýstidæla er frá Búvís á Akureyri. Miðstöðvarkerfi kemur frá HGV í Færeyjum.

Rafröst  Ehf annaðist uppsetningu siglingatækja og Norðurlagnir sáu um miðstöðvarkerfi og pípulagnir.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is