21.01.2017 18:01

Togarinn Dregur Cemluna til Helguvikur

Flutn­inga­skipið Ceml­una varð í morg­un fyr­ir vél­ar­bil­un þegar það var statt um 100 míl­ur suðaust­ur af Vest­manna­eyj­um.

Tog­bát­ur­inn Tog­ar­inn sem gerður er út af Skipaþjón­ustu Íslands var send­ur á vett­vang og var tengt á milli skip­anna.

Að sögn Ægis Arn­ar Val­geirs­son­ar, for­stjóra Skipaþjón­ust­unn­ar,

gekk sú vinna vel en nú bíða skip­in í vari hjá Vest­manna­eyj­um eft­ir að veður gangi niður til að geta siglt til Reykja­vík­ur.

Ceml­una er skráð á Kýp­ur en var á sigl­ingu frá Ála­borg í Dan­mörku til Helgu­vík­ur.

Ægir seg­ir að veðrið sé ekk­ert rosa­lega skemmti­legt þessa stund­ina,

en að allt hafi gengið eins vel og hægt var varðandi að tengja og draga skipið í dag.

Seg­ir hann að Tog­ar­inn sé með öflugustu Dráttarbátum landsins 

ef frá séu tal­in varðskip­in og skipið hafi einmitt  verið keypt fyr­ir aðstæður sem þessar

Hann ger­ir ráð fyr­ir að skip­stjór­ar muni fara yfir stöðuna aft­ur á morg­un,

en sam­kvæmt spá á veðrið ekki að ganga niður fyrr en á há­degi á morg­un.

Þá verði tek­in ákvörðun um fram­haldið.

www.mbl.is 

Ljósmyndari Eyjafretta Óskar Pétur Friðriksson sendi mér þessa mynd i dag 

af skipunum þegar þau voru i vari við Vestmanneyjar 

       Togarinn  og Cemluna við vestmannaeyjar i dag mynd óskar P Friðriksson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is