Flutningaskipið Cemluna varð í morgun fyrir vélarbilun þegar það var statt um 100 mílur suðaustur af Vestmannaeyjum.
Togbáturinn Togarinn sem gerður er út af Skipaþjónustu Íslands var sendur á vettvang og var tengt á milli skipanna.
Að sögn Ægis Arnar Valgeirssonar, forstjóra Skipaþjónustunnar,
gekk sú vinna vel en nú bíða skipin í vari hjá Vestmannaeyjum eftir að veður gangi niður til að geta siglt til Reykjavíkur.
Cemluna er skráð á Kýpur en var á siglingu frá Álaborg í Danmörku til Helguvíkur.
Ægir segir að veðrið sé ekkert rosalega skemmtilegt þessa stundina,
en að allt hafi gengið eins vel og hægt var varðandi að tengja og draga skipið í dag.
Segir hann að Togarinn sé með öflugustu Dráttarbátum landsins
ef frá séu talin varðskipin og skipið hafi einmitt verið keypt fyrir aðstæður sem þessar
Hann gerir ráð fyrir að skipstjórar muni fara yfir stöðuna aftur á morgun,
en samkvæmt spá á veðrið ekki að ganga niður fyrr en á hádegi á morgun.
Þá verði tekin ákvörðun um framhaldið.
www.mbl.is
Ljósmyndari Eyjafretta Óskar Pétur Friðriksson sendi mér þessa mynd i dag
af skipunum þegar þau voru i vari við Vestmanneyjar
|
Togarinn og Cemluna við vestmannaeyjar i dag mynd óskar P Friðriksson |