01.02.2017 17:10

Aksel T-17-7 nýr bátur til Tromsö

          AKSEL B T-17-T mynd Högni trefjar.is 

Ný 11metra Cleopatra 36B afgreidd til Tromsø

 

Útgerðarfélagið West Atlantic AS í Tromsø í Noregi fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 36B beitningavélarbát frá Bátasmmiðjunni Trefjum ehf í Hafnarfirði.

Báturinn er systur skip TRANØY sem útgerðin fékk afhentan í upphafi árs 2016.

                                 Tranoy T-15-T Mynd Högni Trefjar .is

 

Að útgerðinni stendur Bjarni Sigurðsson.  Íslendingur sem verið hefur búsettur í Noregi í áratugi.

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Aksel B.  Báturinn mælist 18brúttótonn. 

Aksel B er af nýrri gerð Cleopatra 36B sem er sérhönnuð inn í undir 11metra veiðikerfið í Noregi.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Scania D13 550hö tengd ZF500IV gír.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Simrad.

 

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins. 

Báturinn er útbúinn til línuveiða með beitningarvél. 

Beitningavélarkerfi og línuspil er frá Mustad og annar búnaður til línuveiða frá Stálorku ehf. 

Blóðgunarkerfi er umborð og sjókælir frá Kælingu ehf.

 

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir 12stk 660L, 4stk 460L kör eða 29stk 460L kör í lest. 

Í bátnum er upphituð stakkageymsla með aðstöðu fyrir 4 skipverja. 

Sæti fyrir áhöfn í brú.  Svefnpláss er fyrir fjóra í tveimur aðskyldum klefum.

Salerni og sturtuaðstaða í lúkar.  Í lúkar ásamt fullbúinni eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Fyrir nánari upplýsingar hogni@trefjar.is 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 323
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1061597
Samtals gestir: 50962
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 03:01:16
www.mbl.is