03.02.2017 12:35

Little og Stóri við bryggju á Akureyri

   Frosti ÞH 229 og Vilhelm Þorsteinsson EA11 mynd þorgeir Baldursson 

Ákveðinnar gremju og óþreyju gætir í röðum útgerðarmanna

í garð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra og Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra,

vegna andvaraleysis ráðherranna gagnvart verkfalli sjómanna samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag.

„Í samtölum við útgerðarmenn í gær kom þessi gagnrýni fram,

þótt útgerðarmenn væru með orðum sínum ekki að vísa frá sér og sjómönnum þeirri ábyrgð

sem þeir bera á að leysa deiluna en vísuðu til þess að stjórnvöld réðu yfir ákveðnum tækjum til þess að höggva á hnúta.

Sömuleiðis hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að í þingflokki Sjálfstæðisflokksins

sé farið að gæta óþreyju gagnvart aðgerðaleysi ofangreindra ráðherra.

Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag,

að ríkisstjórnin geti ekki látið reka á reiðanum þegar helsta atvinnugrein landsmanna er í lamasessi.

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, á von á stuttum sáttafundi í dag.

Ekkert nýtt hafi komið frá viðsemjendum sem gefi tilefni til þess að samningar gætu tekist,“ segir í Morgunblaðinu.

Samkvæmt yfirlýsingum frá bæði sjómönnum og útvegsmönnum hefur strandað á

olíuverðsviðmiðun og endurheimt sjómannaafsláttar í samningaviðræðunum nú.

Sjómannaafslátturinn var fyrst settur á á sjötta áratugnum til að liðka fyrir samningum við sjómenn,

en staða útvegsins á þeim tíma var mjög erfið. Afslátturinn var svo afnuminn af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur,

en Steingrímur J. Sigfússon var þá fjármálaráðherra.

Í samningalotunni síðastliðið haust var komið vilyrði frá þáverandi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssyni,

um skattleysi af ákveðinni upphæð dagpeninga. Það vilyrði virðist hafa fallið niður með myndun núverandi ríkisstjórnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hefur lýst því yfir að ekki verði sett lög á verkfallið.

Á hinn bóginn gæti einhver íhlutun stjórnvalda líklega liðkað til fyrir lausn deilunnar

og hljóta skattfríir dagpeningar að vera hluti af henni. Í því samhengi má benda á að flugmenn og flugfreyjur

njóta slíkra fríðinda á grundvelli þess að verið sé að vinna fjarri heimili.

Heimild Morgunblaðið 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1761
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1061177
Samtals gestir: 50954
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 19:51:46
www.mbl.is