09.02.2017 20:31

Skorið úr skrúfu Norðborgar KG

 

         Norðborg Kemur að bryggju i Gærkveldi mynd þorgeir Baldursson

 

Færeyska fjölveiðiskipið Norðborg gerði stuttan stans á Akureyri í fyrrakvöld,

þar sem skorið var úr skrúfunni áður en haldið var til loðnuveiða norðan við land.

Skipið kom beint frá heimahöfn í Klaksvik en á leiðinni á miðin áttaði skipstjórinn sig á því

að hliðarskrúfan að aftan virkaði ekki.

Ástæða þess kom í ljós þegar Erlendur Bogason kafari kannaði aðstæður í Akureyrarhöfn;

keðja og dekk höfðu festst í skrúfunni og þegar þeir aðskotahlutir höfðu verið skornir burt hélt skipið þegar til hafs á ný.

Kristjan Rasmusen skipstjóri á Norðborg

sagðist myndu hefja veiðar strax í dag. Útlit á miðunum væri betra en reiknað hefði verið með,

hann hefði til dæmis séð góðar torfur austur af Langanesi.

Hann nefndi að norska loðnuskipið Garðar hefði fengið 500 tonn í gær af nokkuð vænni loðnu.

                    Trolldekkið séð úr brúnni  Mynd þorgeir Baldursson 

                Skipið er Stórt og Glæsilegt mynd Þorgeir Baldursson 

               Skutur skipsins mynd þorgeir Baldursson 

          Skipverjar klárir með landganginn mynd þorgeir Baldursson 

            Togdekkkið er engin smásmiði mynd þorgeir Baldursson 

             tvær flottrommur eru i skipinu mynd þorgeir Baldursson 

            Vinnslan er fyrir Uppsjávarfisk mynd þorgeir Baldursson 

         Færibönd flytja aflann um millidekkið mynd þorgeir Baldursson 

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1761
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1061177
Samtals gestir: 50954
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 19:51:46
www.mbl.is