|
Norðborg Kemur að bryggju i Gærkveldi mynd þorgeir Baldursson
|
Færeyska fjölveiðiskipið Norðborg gerði stuttan stans á Akureyri í fyrrakvöld,
þar sem skorið var úr skrúfunni áður en haldið var til loðnuveiða norðan við land.
Skipið kom beint frá heimahöfn í Klaksvik en á leiðinni á miðin áttaði skipstjórinn sig á því
að hliðarskrúfan að aftan virkaði ekki.
Ástæða þess kom í ljós þegar Erlendur Bogason kafari kannaði aðstæður í Akureyrarhöfn;
keðja og dekk höfðu festst í skrúfunni og þegar þeir aðskotahlutir höfðu verið skornir burt hélt skipið þegar til hafs á ný.
Kristjan Rasmusen skipstjóri á Norðborg
sagðist myndu hefja veiðar strax í dag. Útlit á miðunum væri betra en reiknað hefði verið með,
hann hefði til dæmis séð góðar torfur austur af Langanesi.
Hann nefndi að norska loðnuskipið Garðar hefði fengið 500 tonn í gær af nokkuð vænni loðnu.
|
Trolldekkið séð úr brúnni Mynd þorgeir Baldursson |
|
Skipið er Stórt og Glæsilegt mynd Þorgeir Baldursson
|
Skutur skipsins mynd þorgeir Baldursson
|
Skipverjar klárir með landganginn mynd þorgeir Baldursson
|
Togdekkkið er engin smásmiði mynd þorgeir Baldursson
|
tvær flottrommur eru i skipinu mynd þorgeir Baldursson
|
Vinnslan er fyrir Uppsjávarfisk mynd þorgeir Baldursson
|
Færibönd flytja aflann um millidekkið mynd þorgeir Baldursson |
|
|
|
|
|
|