Gallvaskur um borð i Þyrlu Lhg Mbl.is Árni Sæberg 2017
Guðni stóð sig eins og hetja,“ segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hífði Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, upp úr sjónum á 112-deginum
sem haldinn er við tónlistarhúsið Hörpu í dag.
Mikil eftirvænting ríkti eftir þessum dagskrárlið en Sveinn segir að forsetinn hafi leyst verkefnið afar vel af hendi.
Guðni var afar spenntur fyrir verkefninu, kátur í bragði og skemmti sér vel að sögn viðstaddra.
„Það sem mér fannst síðan flottast var þegar hann sat í dyrum þyrlunnar með fæturna út og veifaði fólkinu niðri,
eftir björgunina. Það var virkilega flott og kúl,“ segir Sveinn.
Eftir að þyrlan hafði bjargað Guðna upp úr sjónum flaug hún hring í kring um Bessastaði
til að leyfa forsetanum að sjá hvernig heimili hans lítur út séð ofan frá.
|