20.02.2017 16:11

Loðnukvótinn

                     Beitir Nk 123 mynd  af vef Sildarvinnslunnar  

             Um borð i Beitir NK 123 Mynd Sigurjón M Jónusson 2017

Loðnu­kvót­inn sem var sex­tán­faldaður á dög­un­um hefði lík­lega staðið óhreyfður

ef út­gerðir loðnu­skipa hefðu ekki kostað síðari leit Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar.

Þetta kem­ur fram í frétta­bréfi Síld­arvinnslunnar . 

Frétt mbl.is: Loðnu­kvót­inn sex­tán­faldaður

Í frétta­bréf­inu seg­ir að mæl­ing­in sem fyrsta út­hlut­un kvót­ans byggði á væri þó álit­in óviss

þar sem slæmt veður og haf­ís höfðu truflað loðnu­leit­ina veru­lega. 

Ráðist var í nýj­ar mæl­ing­ar dag­ana 3.-11 fe­brú­ar sem út­gerðir loðnu­skipa greiddu 25 millj­ón­ir fyr­ir.

Sú leit skilaði tals­vert já­kvæðari niður­stöðum og leiddi til þess að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra ákvað að sex­tán­falda heild­arkvót­ann. 

„Útgerðir loðnu­skip­anna eiga heiður skil­inn fyr­ir að kosta síðari leit­ina,

sem hefði senni­lega aldrei verið far­in ef þær hefðu ekki tekið ákvörðun um að greiða þær 25 millj­ón­ir sem þurfti.

Síðari leit­in leiddi til þess að nú fáum við loðnu­vertíð sem skap­ar senni­lega 16 millj­arða í verðmæti

í staðinn fyr­ir 1 millj­arð eða tæp­lega það,“ er haft eft­ir Þor­steini Sig­urðssyni, fiski­fræðingi hjá Haf­rann­sókna­stofn­un.

Sjó­ferðin gæti því á end­an­um skilað tekj­um upp á 15 millj­arða fyr­ir út­gerðir og þjóðarbú. 

Norsk skip, sem verið hafa að veiðum við landið, hafa landað tölu­verðri loðnu. 

 Þegar hafa veiðst 54 þúsund tonn og því aðeins fimm þúsund tonn eft­ir af kvóta þeirra í ís­lenskri land­helgi. 

 

Þessi kvótaaukning skiptir miklu máli fyrir sjávarútvegsfyrirtækin og þjóðarbúið

og nú er loðnuveiði íslenskra skipa hafin af fullum krafti að afloknu sjómannaverkfalli.

Norsk skip, sem verið hafa að veiðum við landið, hafa landað töluverðri loðnu hér á landi og skipti það miklu máli á meðan á verkfallinu stóð.

 

Hlutur Síldarvinnsluskipanna og Bjarna Ólafssonar AK í loðnukvótanum er tæplega 18,5% eða 34.337 tonn,

en Bjarni Ólafsson er í eigu dótturfélags Síldarvinnslunnar.

Þá er hlutur viðskiptabáta Síldarvinnslunnar tæplega 12% af kvótanum,

en þeir eru  Vilhelm Þorsteinsson EA, Hákon EA og grænlenska skipið Polar Amaroq.

Hafa ber í huga að viðskiptabátarnir eru allir vinnsluskip. Samtals er kvóti Síldarvinnsluskipanna og viðskiptabátanna 71.731 tonn.

 

Aðstæður á mörkuðum fyrir loðnuafurðir eru misjafnar.

Verð á mjöli og lýsi hefur farið lækkandi að undanförnu og enn gerir hið svonefnda Rússabann fyrirtækjunum erfitt fyrir,

en sala á frystum hæng á Austur-Evrópu verður takmörkuð vegna þess.

Japanir eru hins vegar áhugasamir um kaup á hrognafullri loðnu og loðnuhrognum .

Fulltrúar japanskra kaupenda hafa verið í Neskaupstað að undanförnu og fylgst með framleiðslu á frystri loðnu úr norskum veiðiskipum. 

Heimild www.svn.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1061318
Samtals gestir: 50959
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 01:56:57
www.mbl.is