21.02.2017 00:08

2891 Kaldbakur EA1 á Miðjarðarhafi

         2891 Kaldbakur EA 1 mynd Landhelgisgæslan 
 

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, hefur undanfarnar vikur verið við landamæravörslu í Miðjarðarhafi

á vegum Landamæra- og strandgæslustofnunar Evrópu, Frontex.

Í gær kom áhöfnin auga á skip sem var á siglingu skammt suður af Pelópsskaga, syðsta hluta gríska meginlandsins.

Þetta reyndist vera nýjasta skip íslenska fiskiskipaflotans, Kaldbakur EA-1, á heimleið úr skipasmíðastöð í Istanbúl í Tyrklandi.

          Kaldbakur EA1 mynd LANDHELGISGÆSLAN 

          Kaldbakur EA 1 Mynd Landhelgisgæslan 

Þetta glæsilega skip er rúmlega sextíu metra langt og vegur rúmlega tvö þúsund brúttótonn.

Þegar TF-SIF flaug framhjá Kaldbaki var hann á tólf sjómílna siglingu á leið til Sikileyjar.

Ágætis veður var á þessum slóðum, vestan stinningskaldi og fjórtán gráðu hiti.

Áhöfn TF-SIF ræddi í gegnum talstöð við Kaldbaksmenn sem voru hinir bröttustu og létu vel af skipinu.

Við óskum Útgerðarfélagi Akureyringa til hamingju með nýja skipið og áhöfninni góðrar heimferðar. 

Heimild Landhelgisgæslan 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 156
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1061430
Samtals gestir: 50960
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 02:18:15
www.mbl.is