1585 Sturlaugur H Böðvarsson Mynd HB grandi
Isfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK kom til hafnar í Reykjavík snemma í morgun eftir stutta veiðiferð.
Hún var sú fyrsta eftir að sjómannaverkfalli lauk.
Eiríkur Jónsson skipstjóri sagðist í spjalli við vefsíðu HB Granda vonast eftir að aflinn yrði rúmlega 100 tonn.
Togarinn fór í veiðiferðina á sunnudagskvöld um leið og niðurstaða atkvæðagreiðslu
vegna nýrra kjarasamninga lá fyrir. Byrjað var á karfaveiðum á Melsekknum.
Upphaflega var gert ráð fyrir því að Sturlaugur kæmi til hafnar í gærmorgun
en þeirri áætlun var breytt vegna þess að Ásbjörn RE var kominn með mjög góðan afla á þriðjudagskvöld.
Ákveðið var að víxla löndunardögum togaranna en Ásbjörn átti samkvæmt áætlun að koma til hafnar í morgun.??????
|