|
Callisto Mynd af mbl.is |
Nýtt leiðangursskip, Callisto, verður í förum við Ísland næsta sumar, frá júní fram í september. Skipið er í minni kantinum, 430 brúttótonn.
Til samanburðar er leiðangursskipið Ocean Diamond, sem siglt hefur hér við land undanfarin ár, 8.282 brúttótonn. Það skip fer í 10 daga hringferðir um landið og farþegaskipti eru í Reykjavík. Skipið verður í ferðum hér næsta sumar og er væntanlegt til Reykjavíkur 16. maí næstkomandi.
Callisto er í eigu gríska skipafélagsins Variety Cruises. Í kynningu um þær ferðir sem boðið er upp á kemur fram að það verði gert út frá Reykjavík. Fyrsti áfangastaður verður Vestamannaeyjar. Þaðan verður siglt til Akraness, síðan Bíldudals, Ísafjarðar og Akureyrar en endastöðin verður Húsavík. Þaðan verður siglt til baka til Reykjavíkur með nýja farþega og komið við á sömu stöðum.