25.02.2017 14:28

Nýr ferðamáti fyrir ferðamenn

                                          Callisto Mynd af mbl.is 

Nýtt leiðang­urs­skip, Callisto, verður í för­um við Ísland næsta sum­ar, frá júní fram í sept­em­ber. Skipið er í minni kant­in­um, 430 brútt­ót­onn.

Til sam­an­b­urðar er leiðang­urs­skipið Oce­an Diamond, sem siglt hef­ur hér við land und­an­far­in ár, 8.282 brútt­ót­onn. Það skip fer í 10 daga hring­ferðir um landið og farþega­skipti eru í Reykja­vík. Skipið verður í ferðum hér næsta sum­ar og er vænt­an­legt til Reykja­vík­ur 16. maí næst­kom­andi.

Callisto er í eigu gríska skipa­fé­lags­ins Variety Cruises. Í kynn­ingu um þær ferðir sem boðið er upp á kem­ur fram að það verði gert út frá Reykja­vík. Fyrsti áfangastaður verður Vesta­manna­eyj­ar. Þaðan verður siglt til Akra­ness, síðan Bíldu­dals, Ísa­fjarðar og Ak­ur­eyr­ar en enda­stöðin verður Húsa­vík. Þaðan verður siglt til baka til Reykja­vík­ur með nýja farþega og komið við á sömu stöðum.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1154
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060570
Samtals gestir: 50938
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 15:22:06
www.mbl.is