2937 Hafnarnes mynd Jón Páll 2017
Nýr vinnubátur fyrir sjókvíaeldis Arctic Fish í Dýrafirði mun gerbreyta vinnuaðstöðu starfsfólks og auka öryggi við eldið.
Báturinn var smíðaður í Póllandi og er sömu gerðar og fiskeldisbátar sem norsk fiskeldisfyrirtæki láta smíða fyrir sig í sömu stöð.
Báturinn er tæplega 15 metra langur og 9 metra breiður. Hann er tvíbytna og er því mjög stöðugur.
Þá er hann búinn öflugum krönum og spilum. Hjalti Proppé Antonsson vélstjóri segir að báturinn verði notaður í alla þjónustu við fiskeldisbúnaðinn, til dæmis við taka upp og setja út sjókvíar og flytja fóður út á kvíarnar. Þyngstu stykkin geta vegið hálft annað tonn og því er mikilvægt að hafa stöðugan bát.
|