02.03.2017 17:01Hafði betur fyrir Hæstrétti
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Tryggingamiðstöðin skulu greiða Eiríki Inga Jóhannssyni rúmar 12,7 milljónir króna í skaðabætur vegna sjóslyss sem hann lenti í undan ströndum Noregs í janúar 2012. Tryggingamiðstöðin áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Eiríkur hafði ráðið sig sem vélstjóra á fiskiskipið Hallgrím SI sem seldur hafði verið til Noregs. Var verkefni hans ásamt þremur öðrum skipverjum að sigla skipinu til Noregs þar sem það yrði afhent nýjum eigendum. Útgerð skipsins hafði keypt slysatryggingu hjá Tryggingamiðstöðinni. Þegar skipið var statt út af strönd Noregs 25. janúar 2012 gerði mikið óveður og gekk gríðarmikið brot yfir það. Skipið lagðist á hliðina og sjór fór að streyma í það. Skipverjar reyndu að komast í björgunargalla og koma út björgunarbáti. Það gekk hins vegar ekki sem skyldi og fórust skipsfélagar Eiríks allir en skipið sökk á innan við fimm minútum. Eiríkur komst hins vegar í flotgalla og var í sjónum í um fjórar klukkustundir áður en norska strandgæslan kom auga á hann úr þyrlu og bjargaði honum. Kemst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Eiríkur hafi hlotið varanlegt líkamstjón vegna slyssins. Eiríkur hafði áður tekið við bótum frá Tryggingamiðstöðinni vegna tímabundins atvinnutjóns og miska en með fyrirvara um mat á varanlegu líkamstjóni. Ágreiningur var um það við hvað ætti að miða í þeim efnum. Hæstiréttur mat þaðí ljósi menntunar Eiríks mætti gera ráð fyrir að hann hefði staðið til boða að starfa sem skipstjóri eða vélstjóri í framtíðinni. Tryggingamiðstöðinni var gert að greiða samtals rúma 1,3 milljón króna í málskostnað. Eiríkur fékk hins vegar gjafsókn og greiðist málskostnaður hans úr ríkissjóði. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2546 Gestir í dag: 60 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 993967 Samtals gestir: 48567 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:25:36 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is