02.03.2017 17:01

Hafði betur fyrir Hæstrétti

                       1628 Hallgrimur SI 77 Mynd Sigurður Ægisson  

 

Hæstirétt­ur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur þess efn­is að Trygg­inga­miðstöðin skulu greiða Ei­ríki Inga Jó­hanns­syni rúm­ar 12,7 millj­ón­ir króna í skaðabæt­ur vegna sjó­slyss sem hann lenti í und­an strönd­um Nor­egs í janú­ar 2012. Trygg­inga­miðstöðin áfrýjaði mál­inu til Hæsta­rétt­ar.

Ei­rík­ur hafði ráðið sig sem vél­stjóra á fiski­skipið Hall­grím SI sem seld­ur hafði verið til Nor­egs. Var verk­efni hans ásamt þrem­ur öðrum skip­verj­um að sigla skip­inu til Nor­egs þar sem það yrði af­hent nýj­um eig­end­um. Útgerð skips­ins hafði keypt slysa­trygg­ingu hjá Trygg­inga­miðstöðinni.

Þegar skipið var statt út af strönd Nor­egs 25. janú­ar 2012 gerði mikið óveður og gekk gríðar­mikið brot yfir það. Skipið lagðist á hliðina og sjór fór að streyma í það. Skip­verj­ar reyndu að kom­ast í björg­un­ar­galla og koma út björg­un­ar­báti. Það gekk hins veg­ar ekki sem skyldi og fór­ust skips­fé­lag­ar Ei­ríks all­ir en skipið sökk á inn­an við fimm minútum.

Ei­rík­ur komst hins veg­ar í flot­galla og var í sjón­um í um fjór­ar klukku­stund­ir áður en norska strand­gæsl­an kom auga á hann úr þyrlu og bjargaði hon­um. Kemst Hæstirétt­ur að þeirri niður­stöðu að Ei­rík­ur hafi hlotið varanlegt lík­ams­tjón vegna slyss­ins. 

Ei­rík­ur hafði áður tekið við bót­um frá Trygg­inga­miðstöðinni vegna tíma­bund­ins at­vinnutjóns og miska en með fyr­ir­vara um mat á var­an­legu lík­ams­tjóni. Ágrein­ing­ur var um það við hvað ætti að miða í þeim efn­um. Hæstirétt­ur mat þaðí ljósi mennt­un­ar Ei­ríks mætti gera ráð fyr­ir að hann hefði staðið til boða að starfa sem skip­stjóri eða vél­stjóri í framtíðinni.

Trygg­inga­miðstöðinni var gert að greiða sam­tals rúma 1,3 millj­ón króna í máls­kostnað. Ei­rík­ur fékk hins veg­ar gjaf­sókn og greiðist máls­kostnaður hans úr rík­is­sjóði.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2546
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 993967
Samtals gestir: 48567
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:25:36
www.mbl.is