04.03.2017 22:28

Þrir Bakar á Eyjafirði i dag

    2891 Kaldbakur EA1 og 1395 Sólbakur EA301 mynd þorgeir Baldursson  2017

 

Kald­bak­ur EA 1, nýr ís­fisk­togari Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga, kom til hafnar á Ak­ur­eyri fyr­ir há­degi í dag og var gest­um boðið að skoða skipið frá klukk­an 12-15. Búnaður verður sett­ur upp á vinnslu­dekki Kald­baks á og verður það verk unnið í um­sjón Slipps­ins á Ak­ur­eyri. Gert er ráð fyr­ir að Kald­bak­ur fari til veiða í kring­um sjó­mannadag í byrj­un júní. Skip­stjór­ar verða Sig­trygg­ur Gísla­son og Ang­an­týr Arn­ar Árna­son, yf­ir­vél­stjóri er Hreinn Skúli Er­harts­son. Alls verða 13-15 manns í áhöfn, mis­jafnt eft­ir verk­efn­um.

Skipið er hið fyrsta af fjór­um syst­ur­skip­um sem smíðuð eru hjá Cem­re-skipa­smíðastöðinni og fara tvö til Ak­ur­eyr­ar, eitt á Dal­vík og eitt til Sauðár­króks. Kristján Vil­helms­son, út­gerðar­stjóri, Sam­herja, seg­ir að skip­in séu tækni­lega full­kom­in og áhersla hafi verið lögð á hagkvæmni í ork­u­nýt­ingu.

Kald­bak­ur hélt frá Ist­an­búl fyr­ir tveim­ur vik­um og hef­ur heim­sigl­ing­in gengið vel að sögn Kristjáns. Í Bisk­aj­a­flóa og norður und­ir Írland lenti skipið í brælu, rétt til að prófa skipið, sem reynd­ist hið besta, að sögn Kristjáns.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is