07.03.2017 14:20

millilöndun i fyrsta túr eftir12 daga veiðiferð

                     Landað Úr Blæng Nk Mynd þorgeir Baldursson 2017

                   Allur afli á Brettum mynd þorgeir Baldursson 2017

   Bjarni Ólafur Hjálmarsson skipst og Karl Jóhann Birgisson mynd þorgeir 2017

Blæng­ur NK kom til hafn­ar á Ak­ur­eyri í gær eft­ir 12 daga veiði, en þetta er fyrsta veiðiferð skips­ins eft­ir gagn­ger­ar breyt­ing­ar sem gerðar voru á skip­inu í Póllandi. Landaði skipið ein­um gámi af þorski auk þess sem þar var unnið að nokkr­um lag­fær­ing­um og breyt­ing­um á vinnslu­dekki. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar sem ger­ir skipið út.

Haft er eft­ir Bjarna Ólafi Hjálm­ars­syni skip­stjóra að þessi veiðiferð sé fyrst og fremst hugsuð til að prófa búnað um borð. Seg­ir hann að veiðarfæri og veiðibúnaður hafi reynst vel sem og skipið.

„Við höf­um að und­an­förnu verið að veiðum úti fyr­ir Norður­landi og þar hef­ur mokveiðst af ufsa og þorski. Við höf­um togað stutt á hverj­um sól­ar­hring og síðan látið reka á meðan aflinn er unn­inn. Ég reikna með að við verðum viku til viðbót­ar í þess­um fyrsta túr eft­ir breyt­ing­ar á skip­inu,“ er haft eft­ir Bjarna.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is