08.03.2017 14:13

Barði NK hálfnaður i hafrórallinu

                    1976 Barði NK 120 Mynd þorgeir Baldursson 

 

Barði NK kom til Neskaupstaðar í dag en skipið er nú hálfnað í ralli Hafrannsóknastofnunar. Haldið var í rallið hinn 28. febrúar sl. og er Barða ætlað að toga á 182 fyrirfram ákveðnum togstöðvum á svonefndu norðaustursvæði. Steinþór Hálfdanarson skipstjóri segir að rallið hafi gengið einstaklega vel til þessa. „Það er búin að vera rennandi blíða allan tímann og ekkert sem hefur tafið okkur. Þetta hefur því gengið eins og best er á kosið. Nú munum við landa í Neskaupstað og fara síðan út aftur annað kvöld og taka seinni hluta rallsins. Við erum búnir fyrir norðan land en eigum eftir Digranesflakið og suður að Gerpistotu og þaðan höldum við síðan á Þórsbanka og Verkamannabanka og út að miðlínu,“ sagði Steinþór.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is