08.03.2017 17:03

Fullfermi án þess að kasta nótinni

   

     Dælt úr nótinni á Qavak Mynd Guðmundur Kristjánsson 

Grænlenska loðnuskipið Qavak er nú í sinni fjórðu veiðiferð á miðunum út af Snæfellsjökli. Áhöfnin, 14 manns, er að hluta skipuð íslendingum. Þar með er skipstjórinn, Gylfi Viðar Guðmundsson, en hann er einn af eigendum  Hugins VE 55 og alla jafnan  skipstjóri á því skipi á móti Guðmundi Hugin Guðmundssyni. Qavak er gert út af grænlenska útgerðar- félaginu Arctic Prime Fisheries aps sem Brim hf er hluthafi í.

Að sögn Gylfa hefur Polar Amaroq yfirleitt séð um að veiða grænlenska loðnukvótann eða megnið af honum en fyrir skömmu var gefinn út 6.600 tonna kvóti fyrir Qavak.

,,Það var því drifið í að gera skipið klárt fyrir loðnuveiðarnar og það varð úr að ég tók að mér skipstjórn og er hér ásamt tveimur öðrum úr áhöfn Hugins. Þetta er ágætis skip, smíðað árið 1999 og hét áður Ventla og var gert út frá Noregi. Burðargetan er um  1600 tonn,“ segir Gylfi en hann hélt veiðarfæralaus frá Reykjavík með það að markmiði að taka loðnunótina um borð á Norðfirði. Það atvikaðist þó þannig að áhöfnin fékk að dæla afla úr nótinni hjá Hugin VE og fleiri skipum út af Þorlákshöfn og þar fékkst fullfermi eða um 1.500 tonn.

,,Við lönduðum þeim afla á Neskaupstað og tókum þar 440 metra langa og 110 metra djúpa nót um borð.“

Frábær aðstaða hjá Hampiðjunni
Önnur veiðiferðin var ekki söguleg en í þriðju veiðiferð í gær , þegar skipið var að veiðum við Snæfellsnes, rifnaði nótin í stóru kasti.


,,Við náðum að dæla 500 tonnum úr nótinni en í framhaldi héldum við til Reykjavíkur þar sem netagerðarmenn Hampiðjunnar sáu um að gera við nótina. Aðstaðan hjá Hampiðjunni er frábær og við vorum því skotfljótir að gera við nótina.

Við lönduðum svo loðnunni í Helguvík í gærkvöldi og komumst aftur út snemma í morgun. Nú um hádegisbil erum við á fyrsta kasti og það gætu verið um 700 tonn í nótinni. Stefnan er sú að fylla sem fyrst en svo verður haldið til hafnar. Ég hef ekki hugmynd um það hvar við löndum en best væri að geta farið til Helgvíkur aftur.

Þangað er stutt og þægileg sigling. Við eigum svo að öllu óbreyttu einn túr eftir og við líkt og fleiri horfum til þess að vestanganga loðnu skili sér,“ segir Gylfi.

Góð reynsla af DynIce 
Gylfi er ekki með öllu ókunnur þjónustu Hampiðjunnar og framleiðsluvörum því hann var einn þeirra fyrstu til að reyna DynIce togtaugarnar með frábærum árangri. 

,,Togtaugarnar eru tær snilld og við á Hugin erum bara einu sinni búnir að skipta og fá okkur nýjar. Gömlu taugarnar nýtast okkur í grandara og fleira, sennilega meira en ævilangt. Nú eru menn komnir með hið ofursterka DynIce í alla teina á loðnunótunum. Það er eins og með togtaugarnar. Það er miklu léttara og þægilegra að eiga við næturnar núna, þökk sé DynIce teinunum,“ segir Gylfi Viðar Guðmundsson.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is