17.03.2017 08:37

Slök Grálúðuveiði

              Örfirsey RE 4 Mynd þorgeir Baldursson 2016

 

„Við höf­um svo til ein­göngu haldið okk­ur á djúp­slóð all­an túr­inn og leit­in hef­ur fyrst og fremst beinst að djúpkarfa. Það er góð spurn eft­ir hon­um um þess­ar mund­ir. Veiðin hef­ur gengið ágæt­lega og við stefn­um að því að koma til hafn­ar í Reykja­vík nk. mánu­dag,“ er haft eft­ir Ævari Jó­hann­es­syni, skip­stjóra á frysti­tog­ar­an­um Örfiris­ey RE, á vef HB Granda.

Rætt var við Ævar nú síðdeg­is, en Örfiris­ey fór í veiðiferðina fljót­lega eft­ir að sjó­manna­verk­fall­inu lauk fyr­ir mánuði og hef­ur skipið komið einu sinni inn til milli­lönd­un­ar á þeim tíma.

Afl­inn upp úr sjó í veiðiferðinni var í dag orðinn um 760 tonn og hann sagðist því reikna með því að heild­artal­an yrði ríf­lega 800 tonn þegar siglt yrði til hafn­ar.

„Við byrjuðum túr­inn á Eld­eyj­ar­bank­an­um fljót­lega eft­ir að loðnan var geng­in þar yfir og þar feng­um við stór­an og góðan þorsk. Í fram­hald­inu færðum við okk­ur út í Skerja­djúpið þar sem leitað var að djúpkarfa. Afla­brögðin voru góð en auk djúpkarfa var afl­inn gulllax og dá­lítið af ufsa,“ seg­ir Ævar.

Á hött­un­um eft­ir djúpkarfa og gulllaxi

Tog­ar­inn var síðdeg­is í dag kom­inn á svæðið djúpt vest­ur af Látra­bjargi.

„Það brældi syðra og við færðum okk­ur því hingað norður eft­ir. Sem fyrr eru það djúpkarfi og gulllax, sem við erum á hött­un­um eft­ir, en einnig grá­lúða. Það hefði reynd­ar mátt ganga bet­ur á grá­lúðuveiðunum en það er eins og göng­urn­ar eða ætið vanti. Hita­skil eru hér úti um allt og við erum bún­ir að draga eft­ir þeim. Við átt­um von á meiru, til dæm­is út af Hampiðju­torg­inu, en það gekk ekki eft­ir. 

Svipaða sögu er að segja af grá­lúðuveiðum víðar. Höfr­ung­ur III AK byrjaði til dæm­is í Seyðis­fjarðar­djúp­inu eft­ir verk­fall og fékk þá góðan grá­lúðuafla í fyrstu hol­un­um. Síðan tregaðist afl­inn og mér skilst á skip­stjór­um annarra skipa að það sé lítið af grá­lúðu að hafa fyr­ir aust­an um þess­ar mund­ir. Svo er það norðurkant­ur­inn en þar hef­ur lengst af verið ótíð,“ seg­ir Ævar, sem kvart­ar þó ekki und­an veðrátt­unni.

„Við höf­um reynd­ar verið mest á suðurmiðum en það hef­ur ekki einn ein­asti dag­ur fallið úr hjá okk­ur á veiðum í þess­um túr. Það er ekki oft sem það ger­ist í fe­brú­ar og mars.“????

AF vef Hb granda 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is