18.03.2017 09:39

Góður gangur i Loðnunni

Þrjú skip fengu góðan loðnu­afla djúpt út af Bjargtöng­um í gær. Guðmund­ur Hug­inn Guðmunds­son, skip­stjóri á Hug­in VE, tel­ur all­ar lík­ur á að um vestang­öngu sé að ræða, en þá geng­ur loðnan suður með Vest­fjörðum.

„Það er mynd­ar­leg hrygna fremst í þess­ari göngu og þroski hrogn­anna góður. Jap­ansk­ur eft­ir­litsmaður hér um borð er mjög ánægður með loðnuna og við höf­um ekki fengið eins mikið af hrogn­um í vet­ur eins og út úr þessu kasti,“ sagði Guðmund­ur, en hrogn­in vinna þeir og frysta um borð.

Þetta var síðasta kast þeirra á Hug­in á vertíðinni þar sem kvót­inn náðist með því. Einnig voru Heima­ey VE og græn­lenska skipið Qa­vag á sömu slóðum. Eft­ir er að veiða 5-6 þúsund tonn af 200 þúsund tonna loðnu­kvóta, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

         Huginn ve 55 á loðnumiðunum Mynd þorgeir Baldursson 

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is