06.04.2017 00:06

Málað og snyrt um borð i Berki NK i Færeyjum

                    2865  Börkur Nk 122 Mynd þorgeir Baldursson 2016

           Hjörvar Hjálmarsson Skipst Berki NK 

Beit­ir NK og græn­lenska skipið Pol­ar Amar­oq létu úr höfn í Nes­kaupstað í gær­kvöldi og héldu til kol­munna­veiða í fær­eysku lög­sög­unni. Bjarni Ólafs­son AK hef­ur legið á Seyðis­firði und­an­farna daga og hann mun sigla í kjöl­far fyrr­nefndu skip­anna í dag.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Síld­ar­vinnsl­unni.

Seg­ir þar að Börk­ur NK hafi verið í slipp í Fær­eyjum en farið niður úr slippn­um á mánu­dag og síðan legið í Runa­vík. 

„Við erum farn­ir að hugsa okk­ur til hreyf­ings en í sann­leika sagt er ekki spáð mjög góðu veðri næstu daga. Fær­eysku skip­in liggja öll í landi og Fær­ey­ing­arn­ir eru hinir ró­leg­ustu ennþá,“ er haft eft­ir Hjörv­ari Hjálm­ars­syni, skip­stjóra á Berki. 

„Miðað við síðustu ár ætti kol­munn­inn að fara að ganga inn í fær­eyska lög­sögu. Í fyrra hóf­ust veiðar 8. apríl en oft hafa þær ekki byrjað fyrr en um miðjan mánuð. En þetta er ör­ugg­lega al­veg að fara að koma. Við liggj­um hér í Runa­vík og erum að dytta að ýmsu um borð; hér er málað og snyrt,“ seg­ir Hjörv­ar.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1661
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1061077
Samtals gestir: 50952
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 19:04:33
www.mbl.is