11.05.2017 09:20

Sprenging i skipakomumum til Akureyrar

   Mikill fjöldi Skemmtiferðaskipa heimsækir Akureyri ár hvert mynd þorgeir 

 

„Það stefn­ir í al­gjört metár á þessu ári og miðað við bók­an­ir fyr­ir næsta ár er allt út­lit fyr­ir að árið 2018 verði enn betra,“ seg­ir Pét­ur Ólafs­son, hafn­ar­stjóri Hafna­sam­lags Norður­lands, um kom­ur skemmti­ferðaskipa til lands­ins, en Pét­ur er jafn­framt formaður sam­tak­anna Cruise Ice­land.

Halda þau utan um hags­muni þeirra fyr­ir­tækja sem þjón­usta skip­in hér á landi. Pét­ur seg­ir að bók­an­ir um skip nái allt til árs­ins 2026, en það ár hafa t.d. fjög­ur skip boðað komu sína í sól­myrkv­aferðir.

Auk­inn áhugi er á viðkomu­stöðum í minni höfn­um á lands­byggðinni og hafa æ fleiri sveit­ar­fé­lög og hafn­ir gerst aðilar að sam­tök­un­um Cruise Ice­land, nú síðast Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörður. 68 skip eru vænt­an­leg til Reykja­vík­ur í sum­ar og 60 til Ak­ur­eyr­ar. Árlega bæt­ast við nýir áfangastaðir skip­anna; í ár eru það Akra­nes og Þor­láks­höfn.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Pét­ur vilja til þess hjá skipa­fé­lög­un­um að lengja tíma­bilið, hefja sigl­ing­ar fyrr á vor­in og vera leng­ur fram á haust. Hafa norður­ljósa­ferðir að vetri til einnig komið til tals.

  •  

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 7783
Gestir í dag: 148
Flettingar í gær: 478
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 1092684
Samtals gestir: 51770
Tölur uppfærðar: 2.1.2025 13:50:10
www.mbl.is