13.05.2017 14:16

Fyrsta Skemmtiferðaskipið 2017 til Akureyrar

    Celebrity Eclipse á Eyjafirði i morgun Mynd Þorgeir Baldursson 2017

     Jóhannes Antonsson lóðs og Viðir Hermannson mynd þorgeir Baldursson 

    Komið að landi við Oddeyrarbryggju Mynd þorgeir Baldursson 2017

 Pétur Ólafsson og Lisa Lutoff-Per­lo,forstjóri Celebrity Cruises, mynd þorgeir 

  Kristján Edelstein Valgarður óli Ómarsson og stefán Ingólfsson mynd þorgeir 

   Farþegarnir myndaðir með vikingakonu mynd þorgeir Baldursson 2017

 og siðan hoppað uppi rútu og ekið austur i þingeyjarsveit mynd þorgeir 2017

af Mbl.is 

Myndir Þorgeir Baldursson 

Fyrsta skemmti­ferðaskip sum­ars­ins, Celebrity Eclip­se, kom til hafn­ar á Ak­ur­eyri í morg­un. For­stjóri skipa­fé­lags­ins gaf þá fyrst­ur allra í söfn­un­ar­bauk á bryggj­unni, en Hafna­sam­lag Norður­lands mun í haust planta 2.000 trjám, hið minnsta, í sam­starfi við Skóg­rækt­ar­fé­lag Eyf­irðinga til að kol­efnis­jafna vegna þeirra skemmti­ferðaskipa sem koma til bæj­ar­ins í sum­ar.

Um borð í morg­un voru um 2.800 farþegar og starfs­menn eru um 1.200. Verk­efni Hafna­sam­lags­ins var þá ýtt form­lega úr vör, en það felst í því að 10 trjám hið minnsta verður plantað í norðlensk­an svörð í haust. Það var  Lisa Lutoff-Per­lo, for­stjóri Celebrity Cruises, eig­anda Celebrity Eclip­se, sem fyrst gaf í söfn­un­ar­bauk­inn en hún var á meðal farþega.

„Hafna­sam­lagið legg­ur fram and­virði 2.000 plantna og svo bæt­ist við það sem safn­ast meðal farþega,“ sagði Pét­ur Ólafs­son hafn­ar­stjóri við Morg­un­blaðið. Hann seg­ist ekki vita til þess að hafn­ir ann­ars staðar í heim­in­um hafi tekið upp á þessu. Alls kem­ur rúm­lega hálft hundrað skemmti­ferðaskipa til Ak­ur­eyr­ar í sum­ar, þar af um 30 sem hafa viðkomu í Gríms­ey.

Veðrið var ekki til að hrópa húrra fyr­ir á Ak­ur­eyri í morg­un: rign­ing og þriggja stiga hiti. Gránað hef­ur í fjöll síðustu daga eft­ir mik­inn hlý­indakafla í síðustu viku en fjöld­inn dreif sig þó frá borði, vel klædd­ur og vopnaður regn­hlíf­um. Marg­ir gengu um bæ­inn eða fóru í hvala­skoðun en megnið af farþegum hef­ur þó lík­lega farið í kynn­is­ferðir, aðallega aust­ur um og til Mý­vatns, en mik­ill bíla­floti frá fjölda ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja beið á bryggj­unni í morg­un.

Celebrity Eclip­se held­ur úr höfn aft­ur síðdeg­is og kem­ur til Reykja­vík­ur fyr­ir há­degi á morg­un.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 7783
Gestir í dag: 148
Flettingar í gær: 478
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 1092684
Samtals gestir: 51770
Tölur uppfærðar: 2.1.2025 13:50:10
www.mbl.is