Nú hefur verið gengið frá sölu á Hoffelli II SU 802.
Kaupandinn er Zandic Iceland og á myndinni má sjá Lennart Kjellberg og Friðrik M Guðmundsson handsala kaupin.
Skipið leggur af stað frá Fáskrúðsfirði kl 20:00 í kvöld og siglir niður til Kanarí-eyja,
þar sem skipið fer væntanlega í slipp. Með þessu lýkur 19 ára farsælu starfi þessa skips fyrir Loðnuvinnsluna og Fáskrúðsfirðinga.
Loðnuvinnslan hf óskar nýjum eigendum til hamingju með skipið og þakkar öllum sem á skipinu hafa starfað fyrir vel unnin störf.
 |
2345 Hoffell Su á siglingu Mynd þorgeir Baldursson
 |
Lennart Kjellberg og Friðrik Már Guðmundsson mynd Loðnuvinnslan |
|