 |
2363 Kap ve 4 Mynd þorgeir Baldursson 2012
|
Kap VE-41, áður skip Vinnslustöðvarinnar, kom til Busan í Suður-Kóreu um helgina,
eftir nær tveggja og hálfs mánaðar siglingu frá Vestmannaeyjum.
Skipið verður gert út frá Vladivostok í Rússlandi til uppsjávarveiða í Okhotsk-hafi úti fyrir Kamtsjatka-skaga.
Þar áður verður það þó tekið í slipp í Suður-Kóreu, að því er fram kemur á vef Vinnslustöðvarinnar.
„Stytta hefði mátt ferðina um tvær til þrjár vikur með því að fara um Súesskurð í stað þess að sigla suður fyrir Góðrarvonahöfða.
Rússnesku útgerðarmennirnir gáfu þá skýringu í Eyjum að það væri svo dýrt að fara um Súesskurðinn að þeir vildu frekar fara lengri leið og spara þannig fjármuni,“ segir þar enn fremur.
Gert er ráð fyrir hálfs árs samfelldu úthaldi skipsins á veiðum við Kamtsjatka og að landað sé í verksmiðjuskip eða í höfnum.
Fyrri frétt 200 mílna: Kap selt til Rússlands
- Heimild mbl.is
- mynd þorgeir Baldursson