28.06.2017 21:50

2363 Kap VE 4 kominn til Suðurkóreu

                 2363 Kap ve 4 Mynd þorgeir Baldursson 2012

 

Kap VE-41, áður skip Vinnslu­stöðvar­inn­ar, kom til Bus­an í Suður-Kór­eu um helg­ina,

eft­ir nær tveggja og hálfs mánaðar sigl­ingu frá Vest­manna­eyj­um.

Skipið verður gert út frá Vla­di­vostok í Rússlandi til upp­sjáv­ar­veiða í Ok­hotsk-hafi úti fyr­ir Kamt­sjat­ka-skaga.

Þar áður verður það þó tekið í slipp í Suður-Kór­eu, að því er fram kem­ur á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

„Stytta hefði mátt ferðina um tvær til þrjár vik­ur með því að fara um Súesskurð í stað þess að sigla suður fyr­ir Góðrar­vona­höfða.

Rúss­nesku út­gerðar­menn­irn­ir gáfu þá skýr­ingu í Eyj­um að það væri svo dýrt að fara um Súesskurðinn að þeir vildu frek­ar fara lengri leið og spara þannig fjár­muni,“ seg­ir þar enn frem­ur.

Gert er ráð fyr­ir hálfs árs sam­felldu út­haldi skips­ins á veiðum við Kamt­sjat­ka og að landað sé í verk­smiðju­skip eða í höfn­um.

Fyrri frétt 200 mílna: Kap selt til Rúss­lands

  • Heimild mbl.is 
  • mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1971
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 2617
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 1327453
Samtals gestir: 56632
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:46:28
www.mbl.is