10.07.2017 10:39

Nýr Jón Kjartansson SU til Heimahafnar á Eskifirði i morgun

  Jón Kjartansson Su við komuna til Eskifjarðar Mynd Pétur S Sigurðsson 2017

                     Kominn að Bryggju mynd Pétur S Sigurðsson 2017

AF heimasiðu Eskju 

Eskja hf. hefur gengið frá samningi um kaup á nýju uppsjávarskipi frá Lerwick í Skotlandi.

Skipið heitir Charisma, byggt 2003 í Noregi og er 70,7 metrar á lengd og 14,5 metrar á breidd.

Aðalvél skipsins er MAK 6000 kw og 8160 hestöfl.

Skipið ber 2.200 rúmmetra í 9 tönkum með RSW kælingu og mun koma til með að leysa af hólmi aflaskipið Jón Kjartansson SU 111

sem kominn er til ára sinna en hefur þjónað félaginu vel í gegnum tíðina.

Charisma mun heita Jón Kjartansson og reiknað með að Eskja fái skipið afhent í byrjun júlí.

Nýr Jón Kjartansson mun afla hráefnis í nýtt uppsjávarfrystihús sem tekið var í notkun í nóvember á síðasta ári og fyrirhugað er að það fari á

makrílveiðar í byrjun ágúst næstkomandi.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is