Nýtt skip útgerðarfyrirtækisins FISK Seafood á Sauðárkróki, Drangey SK-2, siglir nú til heimahafnar frá Tyrklandi,
þar sem það var smíðað í Cemre.
Sérstök móttökuathöfn verður á Sauðárkrókshöfn á laugardaginn. Um talsverð tímamót er að ræða, en rúm 44 ár eru frá því að nýsmíðaður togari kom til Sauðárkróks.
Áætlað er að nýja skipið kosti um 2,5 milljarða króna og í landi hefur verið fjárfest fyrir verulegar fjárhæðir síðustu ár. Má þar nefna sérstaka þurrkstöð og nú er unnið að því að stækka hráefnismóttöku fyrirtækisins. Á þeim framkvæmdum að ljúka í haust. Fram undan er enn frekari uppbygging í nýrri tækni og aðstöðu, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.
Heimild Morgunblaðið
|