26.10.2017 13:01

Cuxhaven NC100 siglir inn Eyjafjörðinn

Cuxhaven NC 100 nýtt skip Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi hefur haldið á veiðar. Cuxhaven NC100 sem hannað er af Rolls Royce er 81,22m langt og 16m breitt, smíðað í Mykleburst skipasmíðastöðinni í Noregi. Cuxhaven er fyrsta nýsmíði Deutsche Fischfang Union í 21 ár en það skip bar einnig nafnið Cuxhaven.

 

Eigendur Samherja ásamt Haraldi Grétarssyni framkvæmdastjóra Deutsche Fischfang Union og Óskari Ævarssyni útgerðastjóra tóku á móti skipinu 15.ágúst sl. í Álasundi. Þá voru veiðarfæri tekin um borð og skipið gert klárt að öðru leyti. Cuxhaven hélt svo til veiða í Barentshafi 20.ágúst. Skipstjórar eru Stefán Viðar Þórisson og Hannes Kristjánsson. 

Cuxhaven er afar vel búið á allan hátt bæði hvað varðar vélbúnað, vinnslu og aðbúnað áhafnar sem getur orðið allt að 35 manns. Með nýjustu tæknilausnum er skipið mun hagkvæmara í rekstri og umhverfisvænna en eldri skip. Vinnsludekk er hannað og smíðað af Slippnum á Akureyri og hefur búnað m.a. frá Vélfag á Ólafsfirði. 

 

„Þetta eru mikil tímamót í rekstri DFFU hér í Þýskalandi. Meðal annars hefur allur aðbúnaður áhafnar og vinnuaðstaða verið stórbætt. Það er mikil áskorun að fá allt til að virka í svona tæknilega flóknu skipi og næstu vikur verða því spennandi hjá okkur,“ segir Haraldur Grétarsson framkvæmdastjóri Deutsche Fischfang Union GmbH.

Af heimasiðu Samherja 

Fleiri myndir munu birtast siðar 

 

 

          Cuxhaven Nc 100 á Siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2017

      Cuxhaven  á móts við Hauganes  Mynd þorgeir Baldursson  2017

       Björgúlfur  EA312  og Cuxhaven NC 100 i morgun 26 Okt mynd þorgeir 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1040
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060456
Samtals gestir: 50932
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 14:18:51
www.mbl.is