09.12.2017 22:57

1831 Hjördis HU16

 

      Hjördis hu uppi á bryggju á Akranesi þann 15 sept 2017 

Of­hleðsla fiski­skipa er enn og aft­ur kom­in í umræðuna eft­ir nýja skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa. Hún fjall­ar um Hjör­dísi HU sem var nærri sokk­in á Breiðafirði í byrj­un árs­ins.

„Af­drátt­ar­laust verði gert refsi­vert að of­hlaða fiski­skip og eft­ir­lit með því verði tryggt.“

Þessa til­lögu í ör­ygg­is­átt gerði Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa(RNSA) til inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, nú sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðuneyt­is, í kjöl­far skýrslu um þann at­b­urð þegar drag­nót­ar­bátn­um Jóni Há­koni BA hvolfdi vegna of­hleðslu á Vest­fjarðamiðum í júlí 2015 og einn maður fórst. Skýrsl­an kom út fyrr á þessu ári.

Ofhleðsla báta er ekki afrek

Frétt af mbl.is

Of­hleðsla báta er ekki af­rek

Lög­gjöf verður end­ur­skoðuð

Ráðuneytið svaraði með bréfi dag­settu 5. sept­em­ber sl. Þar kem­ur fram að ráðuneytið óskaði eft­ir því að verk­efn­is­stjórn um ör­yggi sjófar­enda veitti um­sögn sína um til­lög­urn­ar. Ráðuneytið lýs­ir sig sam­mála þeim sjón­ar­miðum sem fram koma í um­sögn verk­efn­is­stjórn­ar.

„Að því er varðar til­lögu nr. 1 (of­hleðsla/?refs­ing, innsk.) hyggst ráðuneytið setja af stað end­ur­skoðun á lög­gjöf um skip með það fyr­ir aug­um að leggja fyr­ir Alþingi frum­varp á 149. lög­gjaf­arþingi, sem ráðgert er að hefj­ist í sept­em­ber 2018.“

Í um­sögn verk­efn­is­stjórn­ar um ör­yggi sjófar­enda kem­ur fram að hún styður til­lögu RNSA um að það verði gert refsi­vert að of­hlaða skip. Jafn­framt bend­ir verk­efn­is­stjórn­in á að sam­hliða þurfi að ráðast í eft­ir­far­andi aðgerðir og úr­bæt­ur:

  • Að bæta haf­færn­is­skoðanir skipa og eft­ir­lit m.a. með skýr­ari leiðbein­ing­um í skoðun­ar­hand­bók­um skoðun­ar­manna þannig að óhaf­fær skip séu ekki á sjó.
  • Að ít­reka að Sam­göngu­stofa fram­kvæmi skynd­iskoðanir á skip­um.
  • Að kveða þurfi skýr­ar á í lög­um um hleðslu báta.
  • Að tryggt sé að all­ir bát­ar hafi sýni­leg hleðslu­merki.
  • Að spjöld séu í stýris­húsi með upp­lýs­ing­um um há­marks­hleðslu viðkom­andi báts.
  • Að bæta og gera aðgengi­legra fræðslu­efni um stöðug­leika báta.
  • Að bæta veiðimenn­ingu sem hvet­ur til of­hleðslu með áróðri og fræðslu.
  • Að kannaðir verði mögu­leik­ar á að koma upp ein­hvers kon­ar punkta­kerfi eða hið minnsta áminn­ing­um vegna of­hleðslu sem byggi m.a. á lönd­un­ar­töl­um Fiski­stofu, til­kynn­ing­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar um brot á hleðslu þannig að ít­rekuð brot leiði til refs­inga.

Und­ir bréfið skrif­ar Ásbjörn Ótt­ars­son, formaður verk­efn­is­stjórn­ar um ör­yggi sjófar­enda.

Drekkhlaðinn báturinn hefði líklega sokkið

Frétt af mbl.is

Drekk­hlaðinn bát­ur­inn hefði lík­lega sokkið

Af hafsbotni. Jón Hákon var hífður upp í júní 2016 ...

Af hafs­botni. Jón Há­kon var hífður upp í júní 2016 og færður til Ísa­fjarðar. Beitt var spil­um varðskips­ins Þórs. mbl.is/?Hall­dór Svein­bjorns­son

Bát­ur­inn var of­hlaðinn

Skýrsla Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa, sem hér um ræðir, var birt í mars síðastliðnum og fjall­ar um sjó­slys sem varð á Vest­fjarðamiðum að morgni 7. júlí 2015. Þá hvolfdi drag­nót­ar­bátn­um Jóni Há­koni BA 60 þar sem hann var að veiðum. Fjór­ir menn voru um borð og drukknaði einn þeirra en hinum var bjargað um borð í nærstadd­an bát, Mar­dísi ÍS. Á þess­um tíma var veður norðan 6-7 m/?s og öldu­hæð 1-1,5 metr­ar. Jón Há­kon var 27 brúttó­lesta stál­bát­ur, smíðaður hjá Bátalóni í Hafnar­f­irði.

Niðurstaða rann­sókn­ar nefnd­ar­inn­ar var svo kunn­gjörð í 80 síðna skýrslu.

Niðurstaðan var, sam­an­tek­in:

Nefnd­in tel­ur or­sök slyss­ins vera þá að skipið var of­hlaðið og með viðvar­andi stjórn­borðshalla. Þetta leiddi til þess að í velt­ingi átti sjór greiða leið inn á þilfar skips­ins bæði yfir lunn­ingu og um len­sport. Vegna óþétt­leika á lest­ar­lúgukarmi bætt­ist stöðugt sjór í lest­ina. Varð þetta til þess að skipið missti stöðug­leika og því hvolfdi þegar öldutopp­ur rann óhindrað yfir lunn­ingu þess.

Frek­ari um­fjöll­un má finna á síðu 60 í Morg­un­blaðinu sem kom út þann 7. des­em­ber.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1507
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060923
Samtals gestir: 50947
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 17:17:10
www.mbl.is