2184 Vigri RE 71 mynd þorgeir Baldursson 2017
Útgerð Ögurvíkur hefur ákveðið að setja frystitogarann Vigra RE 71 á sölu.
„Við héldum fund með áhöfninni í sl. viku, skipið er í slipp núna.
Við tilkynntum að við hefðum hug á að endurnýja skipið, þ.e. setja Vigra á sölu og finna annað skip í staðinn.“
Þetta segir segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Ögurvíkur, útgerðarfélags í eigu Brims,
í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
„Það er nú þannig með sjómannalög og sjómannasamninga að áhafnir eru ráðnar á skip.
Það er ekki hægt að flytja áhafnir á milli skipa öðruvísi en að segja upp ráðningarsamningum þeirra
Ögurvík er ekki hætt útgerð, Vigri verður gerður út þar til hann selst.
Við reiknum nú með að finna skip en við þurfum að selja þetta fyrst,“ segir Ægir Páll.????
Heimild Morgunblaðið
|