Hólmasól mynd þorgeir Baldursson
Tæplega fjörutíu manns fóru í hvalaskoðun um ellefuleytið í morgun í Eyjafirði
með báti fyrirtækisins Eldingar, Hólmasól.
Að sögn Arnars Sigurðssonar, skipstjóra á Hólmasól,
hefur verið góður gangur í greininni í desember og hafa verið að sjást allt að 20 hnúfubakar í hverri ferð.
Á Þorláksmessu fór Hólmasól með sextíu ferðamenn í hvalaskoðunarferð við góðar undirtektir.
|