2889 Engey RE 91 á vestfjarðamiðum fyrir skömmu
Engey RE kom til hafnar í Reykjavík á þriðjudag eftir fyrstu veiðiferð ársins.
Að sögn Friðleifs Einarssonar skipstjóra er ekki annað hægt að segja en að nýtt ár byrji vel.
Aflinn var á milli 120 og 130 tonn af fiski en verið var að veiðum á Vestfjarðamiðum.
„Við hófum veiðar í Víkurálnum í von um að fá eitthvað af karfa. Þar var hins vegar lítið um karfa en þeim mun meira af þorski.
Við færðum okkur svo á Halann og loks í Þverálinn og á báðum stöðum fékkst dálítið af ýsu og ufsa í bland við þorskinn,“
er haft eftir Friðleifi á vef HB Granda, en farið var úr höfn í Reykjavík 3. janú
Veður mun hafa verið skaplegt lengst af en þó þurfti að láta reka í um hálfan sólarhring vegna brælu.
„Við fórum í einn túr á milli jóla og nýárs og aflinn í honum var svipaður að magni en þá fékkst nær eingöngu þorskur,“ sagði Friðleifur.
|