11.01.2018 21:21

Engey Re með góðan afla

         2889 Engey RE 91 á vestfjarðamiðum fyrir skömmu 

Eng­ey RE kom til hafn­ar í Reykja­vík á þriðju­dag eft­ir fyrstu veiðiferð árs­ins.

Að sögn Friðleifs Ein­ars­son­ar skip­stjóra er ekki annað hægt að segja en að nýtt ár byrji vel.

Afl­inn var á milli 120 og 130 tonn af fiski en verið var að veiðum á Vest­fjarðamiðum.

„Við hóf­um veiðar í Víkuráln­um í von um að fá eitt­hvað af karfa. Þar var hins veg­ar lítið um karfa en þeim mun meira af þorski.

Við færðum okk­ur svo á Hal­ann og loks í Þver­ál­inn og á báðum stöðum fékkst dá­lítið af ýsu og ufsa í bland við þorskinn,“

er haft eft­ir Friðleifi á vef HB Granda, en farið var úr höfn í Reykja­vík 3. janú­

Veður mun hafa verið skap­legt lengst af en þó þurfti að láta reka í um hálf­an sól­ar­hring vegna brælu.

„Við fór­um í einn túr á milli jóla og ný­árs og afl­inn í hon­um var svipaður að magni en þá fékkst nær ein­göngu þorsk­ur,“ sagði Friðleif­ur.

  •  

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3707
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1122833
Samtals gestir: 52257
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 07:37:54
www.mbl.is