Aðeins eitt íslenskt loðnuskip var á miðunum í gær,
en verið var að frysta loðnu um borð í Vilhelm Þorsteinssyni EA norðaustur af Norðfirði.
Önnur uppsjávarskip voru í landi og er beðið frétta af leiðangri Hafrannsóknastofnunar,
en sum þeirra eru langt komin með sinn hlut af upphafskvótanum.
Þær upplýsingar fengust frá stofnuninni að leiðangrinum lyki væntanlega á morgun
eða fimmtudag og að kapp yrði lagt á að hraða sameiningu gagna og úrvinnslu.
Sjö norsk loðnuskip höfðu um miðjan dag í gær tilkynnt Landhelgisgæslunni
að þau væru á leið til loðnuveiða í íslenskri lögsögu og einhver þeirra voru byrjuð veiðar norður af landinu.
|
2410 Vilhelm Þorsteinsson EA11 mynd þorgeir Baldursson
|