16.02.2018 08:56

Jarðhræringar við Grimsey

              Grimsey Framundan mynd þorgeir Baldursson 2016

Þrír jarðskjálft­ar sem mæld­ust 3,5-3,6 stig urðu við Gríms­ey um klukk­an átta í morg­un

og urðu tveir þeirra með aðeins fjög­urra mín­útna milli­bili.

 „Frá miðnætti hafa orðið fimm skjálft­ar yfir 3 af stærð,“

seg­ir Sigþrúður Ármanns­dótt­ir, sér­fræðing­ur Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Síðustu tvo sól­ar­hring­ana hafa yfir 1.100 skjálft­ar orðið á skjálfta­belt­inu við Gríms­ey

og sam­tals hafa tíu þeirra verið yfir 3 af stærð.

All­ir hafa jarðskjálft­arn­ir hafa orðið á svipuðu svæði og á svipuðu dýpi.

Eng­in merki sjást um gosóróa á mæl­um Veður­stof­unn­ar.

Frá miðri nótt og fram und­ir morg­un voru skjálft­arn­ir nokkuð minni en hafði verið fyrr um nótt­ina og í gær­kvöldi.

En svo vaknaði allt á ný um átta­leytið.

„Það sem hægt er að segja um stöðuna er að þessi jarðskjálfta­hrina held­ur áfram með smá hlé­um,“

seg­ir Sigþrúður. „En við get­um alls ekki sagt til um hvað þetta muni standa lengi.“

Hún seg­ir ekki óal­gengt að hundruð og jafn­vel þúsund­ir skjálfta verði í hrin­um sem þess­ari.

 „Flest­ir eru þeir frek­ar litl­ir en svo koma einn og einn sem eru stærri, yfir 3 stig og jafn­vel meira.“

Á sama tíma og þessi mikla hrina geng­ur yfir er frek­ar ró­legt yfir öðrum þekkt­um jarðskjálfta­svæðum á land­inu.

Sigþrúður seg­ir slíkt ekk­ert sjálf­gefið. „En sem bet­ur fer erum við bara með hrinu á ein­um stað í einu núna.“

Sigþrúður seg­ir það afar sjald­gæft að íbú­ar í Gríms­ey hringi í Veður­stof­una til að láta vita af jarðskjálft­um. „Þeir eru nú ýmsu van­ir.“ 

Stöðug skjálfta­vakt er all­an sól­ar­hring­inn hjá Veður­stof­unni svo náið er fylgst með þró­un­inni. 

af mbl.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3952
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123078
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 07:58:57
www.mbl.is