16.02.2018 08:56Jarðhræringar við Grimsey
Þrír jarðskjálftar sem mældust 3,5-3,6 stig urðu við Grímsey um klukkan átta í morgun og urðu tveir þeirra með aðeins fjögurra mínútna millibili. „Frá miðnætti hafa orðið fimm skjálftar yfir 3 af stærð,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, sérfræðingur Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. Síðustu tvo sólarhringana hafa yfir 1.100 skjálftar orðið á skjálftabeltinu við Grímsey og samtals hafa tíu þeirra verið yfir 3 af stærð. Allir hafa jarðskjálftarnir hafa orðið á svipuðu svæði og á svipuðu dýpi. Engin merki sjást um gosóróa á mælum Veðurstofunnar. Frá miðri nótt og fram undir morgun voru skjálftarnir nokkuð minni en hafði verið fyrr um nóttina og í gærkvöldi. En svo vaknaði allt á ný um áttaleytið. „Það sem hægt er að segja um stöðuna er að þessi jarðskjálftahrina heldur áfram með smá hléum,“ segir Sigþrúður. „En við getum alls ekki sagt til um hvað þetta muni standa lengi.“ Hún segir ekki óalgengt að hundruð og jafnvel þúsundir skjálfta verði í hrinum sem þessari. „Flestir eru þeir frekar litlir en svo koma einn og einn sem eru stærri, yfir 3 stig og jafnvel meira.“ Á sama tíma og þessi mikla hrina gengur yfir er frekar rólegt yfir öðrum þekktum jarðskjálftasvæðum á landinu. Sigþrúður segir slíkt ekkert sjálfgefið. „En sem betur fer erum við bara með hrinu á einum stað í einu núna.“ Sigþrúður segir það afar sjaldgæft að íbúar í Grímsey hringi í Veðurstofuna til að láta vita af jarðskjálftum. „Þeir eru nú ýmsu vanir.“ Stöðug skjálftavakt er allan sólarhringinn hjá Veðurstofunni svo náið er fylgst með þróuninni. af mbl.is Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 3952 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1123078 Samtals gestir: 52258 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 07:58:57 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is